Meginmál

Tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningur milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 9. júní 2010 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Skrifað var undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands hinn 9. júní 2010. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan. Samningurinn gildir í þrjú ár og hægt verður að framlengja hann að gefnu samþykki beggja aðila.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600.

Nr. 15/2010

9. júní 2010