Seðlabanki Íslands og Seðlabanki Kína endurnýja tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning 28. október 2025
Seðlabanki Íslands og Seðlabanki Kína hafa endurnýjað gjaldmiðlaskiptasamning sín á milli. Sambærilegur samningur var upphaflega gerður árið 2010, og síðar endurnýjaður árin 2013, 2016 og 2020, og var tilgangur hans að efla tvíhliða viðskipti landanna og styðja við beina fjárfestingu, ásamt því að efla fjármálaleg tengsl milli landanna. Fjárhæð samningsins er 3,5 milljarðar kínverskra júana eða um 60 milljarðar íslenskra króna. Samningurinn gildir í fimm ár og verður mögulegt að endurnýja hann að þeim tíma liðnum. Undirritun samningsins fór fram hinn 15. október sl. í Washington DC, þar sem ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fór fram. Meðfylgjandi eru myndir frá undirritun Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Pan Gongsheng seðlabankastjóra Kína vegna endurnýjunar samningsins.