Meginmál

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um álagningu eiginfjárauka

ATH: Þessi grein er frá 1. mars 2016 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 1. mars 2016 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að nánar tiltekin fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 22. janúar 2016.

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt hlutaðeigandi fjármálafyrirtækjum ákvörðun sína og er hún hér með birt opinberlega í samræmi 84. gr. b – 84. gr. d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Akvordun-FME-um-alagningu-eiginfjarauka
Tilmaeli-fjarmalastodugleikarads
Rokstudningur-fjarmalastodugleikarads