Meginmál

Niðurstaða athugunar á markaðsefni GAMMA hf.

ATH: Þessi grein er frá 8. september 2017 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið tók upplýsingagjöf og framsetningu Gamma Capital Management hf. (GAMMA) á markaðsefni um fjárfestingarsjóðinn Total Return Fund til athugunar. Athugunin beindist að því hvort auglýsing félagsins um ávöxtun sjóðsins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. janúar 2017, væri í samræmi við 28. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.