Niðurstaða athugunar á tilgreindum þáttum áhættustýringar hjá Stefni hf. 3. maí 2018
ATH: Þessi grein er frá 3. maí 2018 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilgreindum þáttum
áhættustýringar hjá Stefni hf., sem hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag
verðbréfasjóða, í október 2017. Markmið athugunarinnar var meðal annars að fá
yfirsýn yfir verklag félagsins og ferla varðandi ákvarðanatöku við
fjárfestingar og leggja mat á fyrirkomulag og virkni innra eftirlits og áhættustýringar,
með tilliti til laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og
fagfjárfestasjóði og reglugerðar nr. 471/2014 um skipulagskröfur
rekstrarfélaga.
Gagnsaeistilkynning-Stefnir-03052018