Fara beint í Meginmál

Niðurstaða athugunar á meðhöndlun kvartana hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf.25. janúar 2019

Fjármálaeftirlitið hóf í október 2018 athugun á meðhöndlun kvartana hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga, en þar er fjallað um samskipti vátryggingafélaga við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.