Meginmál

Endurskipulagning stjórnvalda á sparisjóðakerfinu

ATH: Þessi grein er frá 21. mars 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Stjórnvöld hafa í dag kynnt áform um endurskipulagningu sparisjóðakerfisins í landinu.  Fréttatilkynningu þess efnis má sjá á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að taka yfir vald hluthafafundar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON) og víkja stjórninni frá þegar í stað. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem skal fara með öll málefni SPRON, þar á meðal að hafa umsjón með allri meðferð eigna SPRON. Þá hefur FME tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda SPRON. Nýi Kaupþing banki hf. mun yfirtaka skuldbindingar bankans samkvæmt nánari lýsingu. Ákvörðunina má nálgast hér.

Eftirtaldir aðilar hafa verið skipaðir í skilanefnd SPRON:

Hlynur Jónsson, hdl. , formaður

Davíð Arnar Einarsson, löggiltur endurskoðandi

Feldís Lilja Óskarsdóttir, hdl.

Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi

Jóhann Pétursson, hdl.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Sparisjóðabanka Íslands hf. Seðlabanki Íslands mun taka yfir skuldbindingar bankans vegna innstæðna sparisjóða og Nýi Kaupþing banki hf. mun yfirtaka skuldbindingar bankans vegna innstæðna annarra aðila samkvæmt nánari lýsingu og fyrirvörum. Ákvörðunina má nálgast hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s. 525-2700 eða gsm: 840-3861.