Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins kynnt. Lilja Ólafsdóttir, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, sagði frá nýrri stefnu Fjármáleftirlitsins og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fjallaði um starfsemina. Í beinu framhaldi af ársfundinum var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða lærdóma megi draga af hruninu og hvaða sýn menn hafa á framtíðina.
Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.