Meginmál

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í mars 2025

Fjármálastöðugleikanefnd
Fjármálastöðugleikanefnd

Fundargerð fyrir fund fjármálastöðugleikanefndar frá 24. og 25. mars 2025 hefur verið birt. Á fundi nefndarinnar fékk hún kynningu á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fyrir fjármálastöðugleika. Nefndin ræddi helstu áhættuþætti fjármálastöðugleika, svo sem þróun efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja og stöðu á fasteignamarkaði. Þá ræddi nefndin virkni lánþegaskilyrða og viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja, þ. á m. eiginfjár- og lausafjárstöðu þeirra. Að loknum umræðum um efni kynninganna ákvað fjármálastöðugleikanefnd að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% en því var síðast breytt í mars 2023 þegar ákveðið var að hækka það úr 2% í 2,5% með gildistíma frá mars 2024. Gildi sveiflujöfnunaraukans er því við efri mörk þess bils sem nefndin hefur skilgreint sem hlutlaust gildi aukans, þ.e. 2-2,5%.

Sjá meðfylgjandi fundargerð.