Meginmál

Kynning á efni Fjármálastöðugleika hjá Landsbankanum

Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, fluttu erindi fimmtudaginn 27. mars sl. fyrir starfsfólk Landsbankans.

Erindi Tómasar og Eggerts fjallaði um efni nýs Fjármálastöðugleikarits og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Þá fjallaði Tómas einnig um hvernig eiginfjárkröfur á fjármálafyrirtæki stuðli að stöðugleika í fjármálakerfinu en hann fjallaði um sama viðfangsefni í nýlegri grein í Kalkofninum: Eiginfjárkröfur banka stuðla að stöðugleika

Meðfylgjandi eru glærur sem Tómas og Eggert studdust við í erindi sínu.