Fara beint í Meginmál

Gullhúðun löggjafar á fjármálamarkaði

Gullhúðun löggjafar hefur á síðustu misserum verið töluvert til umræðu, bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu. Í Evrópu hefur umræðan m.a. verið tengd við samkeppnishæfni álfunnar en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í lok janúar á þessu ári Samkeppnisáttavita fyrir ESB þar sem kallað er eftir því að Evrópa grípi þegar í stað til aðgerða til að endurheimta samkeppnisstöðu sína og tryggja velsæld.

6. október 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

82 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Geta hátíðniverðgögn bætt verðbólguspár?

Verðbólguspár mynda undirstöður framsýnnar peningastefnu þar sem áhrif af beitingu þeirra stjórntækja sem seðlabankar ráða yfir koma að jafnaði ekki að fullu fram fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

3. október 2025

Yfirlýsingar og blaðamannafundir - greining á markaðsviðbrögðum á vaxtaákvörðunardögum  

Þegar Seðlabanki Íslands birtir ákvörðun peningastefnunefndar á svokölluðum vaxtaákvörðunardögum er yfirlýsing nefndarinnar birt í upphafi dags áður en innlendir fjármálamarkaðir opna. Yfirlýsingin hefst á vaxtaákvörðuninni og síðan fylgja rök fyrir henni. Auk þess inniheldur yfirlýsingin upplýsingar um mat nefndarinnar á stöðu þjóðarbúskaparins og oft skilaboð um möguleg næstu skref nefndarinnar eða það sem gjarnan nefnt framsýn leiðsögn. Þau skilaboð geta t.d. snúist um hvort nauðsynlegt sé að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar til þess að koma verðbólgu í markmið eða um þær aðstæður sem þurfi að skapast svo hægt sé að lækka vexti.

29. september 2025

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Alþjóðleg pólitísk áhætta hefur aukist og friðarumleitanir vegna stríðsátaka í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs hafa ekki skilað árangri. Þá hafa áhyggjur aukist af sjálfbærni opinberra fjármála í mörgum iðnríkjum. Hækkun langtímavaxta ber þessa skýr merki. Verndarstefna í alþjóðaviðskiptum hefur einnig aukið óvissu.

24. september 2025

Peningamál 2025/3 í hnotskurn

Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa heldur batnað frá því í maíspá Peningamála. Hagvöxtur var lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi en gert var ráð fyrir í maí og mældist ríflega 1,8% að meðaltali.

21. ágúst 2025

Staða kerfislega mikilvægu bankanna (KMB) í samanburði við sambærilega norræna banka

Frá fjármálaáfallinu 2008 hefur bankakerfið notið minnst eða næst minnst trausts þeirra aðila sem traust er mælt til í Þjóðarpúlsi Gallups. Fréttir um mikinn hagnað bankanna hér á landi eru gjarnan settar fram með neikvæðum hætti og ekki er reynt að setja hagnaðinn í samhengi við stærð bankanna eða eigið fé þeirra. Tilfinning margra virðist vera er sú að hagnaður og arðsemi íslensku bankanna sé óeðlilega há og mun hærri en í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Síðustu misserin hefur einnig verið nokkur umræða um hversu óhagstætt rekstrarumhverfi íslenskra banka sé í samanburði við erlenda banka og þá helst norræna banka. Einna helst er nefnt að eiginfjárkröfur á íslenska banka séu strangari og skattbyrði þeirra þyngri en annarra banka á Norðurlöndunum. Í þessari grein er ljósi varpað á þessi atriði með því að bera helstu kennitölur stóru innlendu bankanna þriggja sem eru kerfislega mikilvægir bankar (KMB), saman við banka á Norðurlöndunum, nánar til tekið fimm banka í Danmörku og fimm banka í Noregi, sem hér eftir eru kallaðir samanburðarbankar. Þeir eru af svipaðri stærð og stóru íslensku bankarnir og nota staðalaðferð (e. Standardized Approach), líkt og íslenskir bankar, til að reikna út áhættuvegnar eignir vegna útlánaáhættu.

15. ágúst 2025

Hvernig hefur peningastefnan áhrif á þjóðarbúskapinn?

Hvernig hefur peningastefnan áhrif á efnahagsumsvif og verðbólgu? Hversu langan tíma tekur fyrir þessi áhrif að koma fram og hversu mikil eru þau? Þetta eru meðal lykilspurninga við mótun peningastefnunnar á hverjum tíma. Þessum farvegum peningastefnunnar um þjóðarbúið er lýst með því sem kallað er miðlunarferli peningastefnunnar.

2. júní 2025

Peningamál 2025/2 í hnotskurn

Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum mældist 1,9% á fjórða fjórðungi síðasta árs og hafði ekki verið meiri í um tvö ár. Í febrúarspá Peningamála var talið að hann myndi aukast í ár en nú er talið að hann verði minni en í fyrra og 0,4 prósentum minni en spáð var í febrúar.

22. maí 2025

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn mars 2025

Stríðsátök geisa áfram í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Víða í nágrannalöndum Íslands hefur pólitísk óvissa aukist og vaxandi spennu gætir í samskiptum þjóða. Mörg ríki Evrópu hafa aukið útgjöld til varnarmála á síðustu mánuðum og þar er búist við áframhaldandi hallarekstri hins opinbera. Aukin áhersla er á verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, sem ýtir enn frekar undir brotamyndun í alþjóðastjórnmálum, truflar framboðskeðjur, eykur viðskiptakostnað, truflar verðmyndun á mörkuðum og hefur neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Til lengri tíma getur hægt á vexti framleiðslugetu heimsbúskapsins. Viðbúið er að áhrifin nái hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti, meðal annars með minni efnahagsumsvifum og minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

27. mars 2025

Eiginfjárkröfur banka stuðla að stöðugleika

Við ákvörðun um hversu miklar kröfur skuli gera til fjármálafyrirtækja um eigið fé þarf að feta einstigi milli þess að hamla ekki um of getu þeirra til að fjármagna hagkerfið með hagkvæmum hætti og þeirrar staðreyndar að kostnaður við fjármálaáföll er að öllu jafna verulegur og ætti að greiðast af þeim sem til áhættunnar stofna.

5. mars 2025

Breytingar á lánaumhverfi heimila

Síðastliðið haust þrengdu stóru viðskiptabankarnir lántökuskilyrði verðtryggðra íbúðalána. Þessi þrenging ásamt auknum skorðum Seðlabankans á lántöku heimila þar sem hámark veðsetningarhlutfalls hefur verið lækkað og hámark sett á greiðslubyrði í hlutfalli við ráðstöfunartekjur eru einar stærstu breytingar á lánaumhverfi heimila á síðustu árum.

6. febrúar 2025