Fara beint í Meginmál

Gullhúðun löggjafar á fjármálamarkaði

Gullhúðun löggjafar hefur á síðustu misserum verið töluvert til umræðu, bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu. Í Evrópu hefur umræðan m.a. verið tengd við samkeppnishæfni álfunnar en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í lok janúar á þessu ári Samkeppnisáttavita fyrir ESB þar sem kallað er eftir því að Evrópa grípi þegar í stað til aðgerða til að endurheimta samkeppnisstöðu sína og tryggja velsæld.

6. október 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

82 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Greiðsluráð – vettvangur fyrir greiðslumiðlun og fjármálainnviði

Undanfarin ár hafa Seðlabanki Íslands, kerfislega mikilvægir bankar og Reiknistofa bankanna unnið að endurskipulagningu fjármálainnviða, m.a. á grundvelli tillagna sem settar voru fram í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið frá 2018.1 Markmið endurskipulagningarinnar er að ná fram auknu öryggi, skilvirkni og hagkvæmni í rekstri og þróun sameiginlegra kerfa í fjármálakerfinu.

25. febrúar 2022

Peningamál í hnotskurn

Kröftugur efnahagsbati var í helstu viðskiptalöndum fram eftir síðasta ári. Bakslag í þróun farsóttarinnar og áframhaldandi neikvæð áhrif alþjóðlegra framboðshnökra gerðu það hins vegar að verkum að hægja tók á hagvexti undir lok ársins og enn frekar það sem af er nýju ári. Horfur eru því á heldur minni hagvexti í ár í helstu viðskiptalöndum en spáð var í Peningamálum í nóvember. Alþjóðleg verðbólga hefur jafnframt aukist mun meira en áður var spáð.

9. febrúar 2022

Til hvers eru aðgerðir gegn peningaþvætti?

Varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka gegna mikilvægu hlutverki við að stemma stigu við efnahagsbrotum og skipulagðri brotastarfsemi í samfélaginu.

1. febrúar 2022

Áhrif hækkunar lífaldurs á lífeyrisréttindi

Á síðustu áratugum hefur lífaldur í hinum vestræna heimi hækkað samhliða tækniframförum og bættum lífsgæðum. Þessi jákvæða þróun hefur í för með sér margs konar samfélagslegar áskoranir sem m.a. tengjast lífeyriskerfinu.

18. janúar 2022

Nóbelsverðlaun í hagfræði veitt fyrir nýjar aðferðir við að greina orsakasamband

Nóbelsverðlaun í hagfræði eru veitt fyrir framúrskarandi verk sem hafa mikla þýðingu á fræðasviðinu. Í ár fá þrír hagfræðingar verðlaunin fyrir að þróa nýjar aðferðir til að greina orsakasambönd í samfélaginu. Aðferðin sem verðlaunahafarnir þróuðu hefur verið kennd við náttúrulegar tilraunir (e. natural experiment). Hún felst í því að greina áhrif einstaks þáttar með því að skoða áhrifin þegar viðkomandi þætti er breytt fyrir einn hóp en ekki fyrir annan hóp sem gert er ráð fyrir að sé sambærilegur.

15. desember 2021

Hvað er peningaþvætti?

Í einföldu máli er talað um að þvætta peninga þegar illa fengið fé er látið líta út fyrir að vera löglega fengið. Tilgangur peningaþvættis er að fela slóð illa fengins fjár til þess að brotamenn geti nýtt þá í einkaneyslu eða fjárfestingar.

7. desember 2021

2020: Hverju var bankinn að spá?

„Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af áhrifum útbreiðslu nýrrar veirusýkingar í Kína hefur óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur minnkað frá því í nóvember…“. Þannig hljómaði fyrsta umfjöllun Seðlabankans um COVID-19-farsóttina sem birt var í febrúarhefti Peningamála í byrjun árs 2020. Fáa óraði þá fyrir hvaða afleiðingar farsóttin myndi hafa og að hún myndi lita alla efnahagsumfjöllun til dagsins í dag.

6. desember 2021

Hvað gera heimilin við hinn mikla sparnað sem hefur byggst upp í farsóttinni?

Sparnaður heimila jókst verulega í kjölfar þess að farsóttin barst til landsins snemma á síðasta ári. Óvissa um atvinnu- og efnahagshorfur jókst mikið og víðtækar sóttvarnaraðgerðir gerðu það að verkum að heimilin höfðu ekki aðgang að ýmiss konar þjónustu sem þau hefðu ella keypt.

26. nóvember 2021

Hver yrðu möguleg áhrif þess ef alþjóðlegar verðhækkanir reynast þrálátari en nýjasta grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir?

Alþjóðleg verðbólga hefur aukist töluvert undanfarið. Það má rekja til þess að eftirspurn hefur aukist hratt á sama tíma og flöskuhálsar hafa myndast í virðiskeðjum um allan heim vegna farsóttarinnar og ýmissa framboðsáfalla sem dunið hafa á heimsbúskapnum undanfarið ár.

24. nóvember 2021

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegur hagvöxtur reyndist meiri á fyrri árshelmingi en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála en útlit er fyrir að hann verði lakari á seinni hluta ársins. Þar vega þungt áhrif viðvarandi framboðshnökra sem koma m.a. fram í skorti á íhlutum í framleiðslu fjölda iðnvara og flöskuhálsum í vöruflutningum.

18. nóvember 2021