Sérrit nr. 18: Umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði 22. október 2024
Fyrri útgáfur
18. mars 2013
sérrit
16. október 2012
sérrit
17. september 2012
sérrit
27. ágúst 2012
sérrit
13. janúar 2011
sérrit
Seðlabanki Íslands hefur gefið út sérrit um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Sérritið er í formi umræðuskýrslu sem hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands.
Tilgangur skýrslunnar er að vera innlegg í umræðuna um nauðsynlega stefnumótun til framtíðar fyrir lífeyriskerfið hér á landi. Í ritinu er dregin upp mynd af lífeyriskerfinu og lagðar til breytingar sem Seðlabankinn telur æskilegt að gera á lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum öðrum réttarheimildum með hliðsjón af fjármálastöðugleika, fjármálaeftirliti og þeim áhættum sem eru til staðar fyrir íslenska lífeyriskerfið út frá sjónarhóli Seðlabankans.