Meginmál

Leiðbeinandi tilmæli um verklagsreglur vátryggingafélaga um verðbréfaviðskipti félagsins, stjórnar þess og starfsmanna

ATH: Ekki í gildi
Númer 6/2002
Flokkur Leiðbeinandi tilmæli
Dagsetning 20. ágúst 2002
Starfsemi Vátryggingafélög
Viðbótarupplýsingar

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um verklagsreglur vátryggingafélaga um verðbréfaviðskipti félagsins, stjórnar þess og starfsmanna. Mikilvægt er að stjórnendur vátryggingafélaga geri sér grein fyrir því að leiðbeinandi upplýsingar um efni verklagsreglna sem fylgja hjálagt bréfi þessu fela í sér lágmarkskröfur. Með hliðsjón af því þarf e.t.v. að gera strangari kröfur í einstökum tilfellum til að markmið lagaákvæðisins náist og leggur Fjármálaeftirlitið áherslu á að verklagsreglur um verðbréfaviðskipti séu sniðnar eftir starfsemi og stærð félagsins í hverju einstöku tilfelli.

Fjármálaeftirlitið vill einnig minna á leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2001 um efni reglna fjármálafyrirtækja sem geta verið til frekari aðstoðar og útskýringar við gerð verklagsreglna vátryggingarfélaga og starfsmanna þeirra um verðbréfaviðskipti.

 

Skjöl

Tengt efni

Lög

Leiðbeinandi tilmæli

Efni sem vísar hingað