Leiðbeinandi tilmæli um efni reglna fjármálafyrirtækja, samkvæmt 15., 20. og 23. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti
Númer | 1/2001 |
---|---|
Flokkur | Leiðbeinandi tilmæli |
Dagsetning | 31. júlí 2001 |
Starfsemi | Kauphallir og aðrir tilboðsmarkaðir, Verðbréfafyrirtæki, Verðbréfamiðlanir, Verðbréfamiðstöðvar, Viðskiptabankar, Sparisjóðir, Rekstrarfélög verðbréfasjóða |
Viðbótarupplýsingar |
Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um efni reglna fjármálafyrirtækja, samkvæmt 15., 20. og 23. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti. Þessi tilmæli fela í sér leiðbeiningar um efni reglna fjármálafyrirtækja vegna hagsmunaárekstra. Tilgangur reglnanna er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í starfsemi fjármálafyrirtækja og draga úr hættu á hlutdrægni við meðferð og afgreiðslu mála. Fyrirtæki þurfa að kappkosta að ýtrustu hagsmuna ótengdra viðskiptamanna sé gætt í verðbréfaviðskiptum og að fullur trúnaður ríki gagnvart þeim. FME leggur á það áherslu að þessar leiðbeiningar fela í sér lágmarkskröfur og því þarf e.t.v. að gera strangari kröfur í einstökum tilfellum til að markmið þeirra náist. Hér er gerð grein fyrir helstu atriðum sem kveða þarf á um í reglunum til að þær hljóti staðfestingu FME. Í þessum leiðbeiningum er gert ráð fyrir að reglurnar taki einnig til viðskipta með gjaldmiðla og afleiðusamninga með gjaldmiðla. Skáletraður texti er ætlaður til frekari útskýringar á þeim atriðum sem fjallað er um. Tilmælin voru numin úr gildi við gildistöku laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglugerðar nr. 995/2007 og eru grunnur leiðbeinandi tilmæla nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. |
Skjöl |