Svið markaðsviðskipta annast framkvæmd peningastefnu Seðlabanka Íslands. Til þess að ná markmiðum sínum um stöðugt verðlag og fjármálastöðugleika stundar Seðlabankinn viðskipti við fjármálastofnanir. Þegar bankinn ákveður vexti í viðskiptum við innlend fjármálafyrirtæki hefur hann áhrif á vexti á peningamarkaði. Seðlabankinn fylgist með innlendum gjaldeyrismarkaði og getur gripið inn í millibankamarkað með gjaldeyri þegar ástæða er talin til. Bankinn sér jafnframt um varðveislu og ávöxtun gjaldeyrisforða bankans og hefur einnig umsjón með lánamálum ríkissjóðs.
- Fjármálaeftirlitsnefnd
- Um fjármálaeftirlit
- Eftirlitsskyld starfsemi
- Eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
- Stafrænn viðnámsþróttur á fjármálamarkaði (DORA)
- Lykilupplýsingaskjöl
- Fjármálafyrirtæki
- Lífeyrismarkaður
- Vátryggingastarfsemi
- Verðbréfamarkaður og sjóðir
- Markaðir með sýndareignir og MiCA
- Aðrir markaðir