Meginmál

Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Lög um bankann, nr. 92/2019, kveða svo á að hann skuli stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðherra, en fjármála- og efnahagsráðuneyti fer jafnframt með málefni fjármálastöðugleika og fjármálamarkaða. Auk þess sem að ofan greinir skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. Í lögunum um Seðlabankann segir jafnframt að hann skuli stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn markmiðum bankans.