Meginmál

Tilgangur með Menningarstyrknum sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóðir hafa fengið í arf. Formaður úthlutunarnefndar er Hildur Traustadóttir en aðrir í nefndinni eru Jón Þ. Sigurgeirsson, fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 
Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri frá stofnun Seðlabanka Íslands árið 1961 og gegndi því embætti til 1993. Hann var formaður þriggja manna bankastjórnar frá 1964 til 1993. Jóhannes var fæddur árið 1924 og lést í mars 2023.

Umsókn um menningarstyrk
Reglur um úthlutun styrksins(74,34 KB)