Meginmál

Seðlabanki Íslands leggur áherslu á metnaðarfullt starfsumhverfi með það að markmiði að byggja upp trausta liðsheild. Með áherslu á virðingu og vellíðan, jafnrétti, þekkingu, fagmennsku og framsækni nær bankinn markmiðum sínum með árangursríkum hætti.

Sérfræðingur í gagnagreiningu

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf gagnasérfræðings í deild gagnamála á sviði gagna og umbóta. 

Nánar

Reykjavík - Fullt starf

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf gagnasérfræðings í deild gagnamála á sviði gagna og umbóta.

Sviðið sér um söfnun, greiningu og auðgun gagna sem notuð eru við mat á mikilvægum þáttum í íslensku efnahaglífi, við fjármálaeftirlit og í birtingum Seðlabankans. Einnig hefur sviðið umsjón með verkefnastýringu umbótaverkefna og leiðir stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu bankans. 

Deild gagnamála ber ábyrgð á söfnun, úrvinnslu, greiningu og birtingu hag- og fjármálagagna, auk þess að vera virkur þátttakandi í stefnumarkandi vegferð bankans er varðar umgjörð gagnamála.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á gögnum, greiningum og gagnalíkönum sem og umsjón innri og ytri gagnabirtinga
  • Umsjón með söfnun gagna frá fjármálafyrirtækjum og öðrum skilaaðilum
  • Þátttaka í framþróun á gagnaumhverfi bankans með aukinni sjálfvirkni í söfnun, úrvinnslu, greiningu og auðgun gagna
  • Samstarf við þróunarteymi í mótun gagnalausna bankans sem og alþjóðlegt samstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, t.d. á sviði hagfræði, viðskipta eða verkfræði
  • Reynsla af tölulegri greiningu með Python eða R.
  • Reynsla af SQL fyrirspurnamáli
  • Reynsla af hagræðingarverkefnum
  • Reynsla af Fusion Metadata Registry er kostur
  • Þekking á birtingu og framsetningu gagna með Power BI, Tableau, Qlik eða sambærilegum lausnum er kostur
  • Þekking á vinnslu fjármálagagna er kostur
  • Framúrskarandi skipulags- og greiningarfærni.
  • Drifkraftur, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðrún Yrsa Richter forstöðumaður deildar gagnamála á sviði gagna og umbóta (gudrun.richter@sedlabanki.is) og Árni Ragnar Stefánsson, mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild í metnaðarfullu og hvetjandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika, fagmennsku og þekkingu.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. 

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Ert þú lögfræðingurinn sem við leitum að?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða lögfræðing í deild lögfræðiþjónustu og regluvörslu á skrifstofu bankastjóra. 

Nánar

Reykjavík - Fullt starf

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða lögfræðing í deild lögfræðiþjónustu og regluvörslu á skrifstofu bankastjóra. 

Skrifstofa bankastjóra hefur miðlæga yfirsýn yfir málefni, rekstur og starfsemi bankans, styður við störf bankaráðs og nefnda bankans auk seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra. Skrifstofan ber ábyrgð á þjónustu við framangreinda aðila og ber jafnframt ábyrgð á stjórnsýslu bankans, reglusetningu, samningagerð og lögfræðistörfum sem ekki eru unnin á öðrum sviðum bankans. Þá annast skrifstofa bankastjóra samskipti við Alþingi, ráðuneyti og stjórnvöld auk þess að hafa fyrirsvar vegna dómsmála og annars ágreinings sem Seðlabankinn er aðili að. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Lögfræðiráðgjöf við seðlabankastjóra, varaseðlabankastjóra, nefndir og svið Seðlabankans.
  • Úrlausn fjölbreyttra verkefna á skrifstofu seðlabankastjóra, þ.m.t. samningagerð, gerð innri reglna, ritun umsagna við lagafrumvörp og stjórnsýslumál.
  • Samskipti við önnur stjórnvöld.
  • Þátttaka í innra starfi Seðlabankans og innlendu og erlendu samstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Grunn- og meistaranám eða embættispróf í lögfræði.
  • Reynsla af lögfræðilegri ráðgjöf, s.s. varðandi samningagerð og yfirlestur samninga, ritun minnisblaða og álita og svörun erinda.
  • Þekking á fjármunarétti og löggjöf á fjármálamarkaði.
  • Þekking á stjórnsýslurétti er kostur.
  • Reynsla af verkefnastýringu er kostur.
  • Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki eða lögmennsku fyrir fjármálafyrirtæki er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnar Árni Sigurðarson forstöðumaður lögfræðiþjónustu og regluvörslu (ragnar.arni.sigurdarson@sedlabanki.is) og Telma Ýr Unnsteinsdóttir mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 26. maí.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. 

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Hversu vel þekkir þú verðbréfamarkaðinn?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í deild verðbréfamarkaða á sviði háttsemiseftirlits, sem er annað af tveimur eftirlitssviðum bankans. 

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á verðbréfamarkaðinum. 

Nánar

Reykjavík - Fullt starf

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í deild verðbréfamarkaða á sviði háttsemiseftirlits, sem er annað af tveimur eftirlitssviðum bankans.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á verðbréfamarkaðinum.

Í deild verðbréfamarkaða starfar öflugur hópur sem sinnir meðal annars verkefnum sem snúa að eftirliti með innviðum s.s. kauphöllum og verðbréfamiðstöðvum, framkvæmd verðbréfaviðskipta, upplýsingaskyldu útgefenda, gagnsæi á markaði, markaðssvikum og gagnaskilum. Að auki er lögð rík áhersla á hagnýta notkun gagna og aðferðir við að nýta gervigreind við eftirlit.

Helstu verkefni:

  • Eftirlitsverkefni og greiningar vegna mögulegrar markaðsmisnotkunar, innherjasvika og upplýsingaskyldu útgefenda fjármálagerninga.
  • Eftirlit með kauphöllum og verðbréfamiðstöðvum.
  • Eftirlit með skilum og gæðum gagna frá eftirlitsskyldum aðilum.
  • Yfirferð og staðfesting skjala sem fjármálaeftirlitinu ber að samþykkja, s.s. lýsingar og tilboðsyfirlit vegna yfirtökutilboða.
  • Þróun aðferðafræði og verklags við verðbréfamarkaðseftirlit.
  • Hagnýting gervigreindar við eftirlit.
  • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi á sviði verðbréfamarkaða.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistaranám sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hagfræði og verkfræði.
  • Þekking og reynsla á verðbréfamarkaði.
  • Þekking og reynsla af úrvinnslu gagna er kostur.
  • Þekking á Power BI er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, greiningarhæfni, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar veita Aðalsteinn Eymundsson forstöðumaður verðbréfamarkaða (adalsteinn.eymundsson@sedlabanki.is) og Unnur Helgadóttir mannauðsráðgjafi (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2025.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Hefur þú áhuga á lausafjár- og fjármögnunaráhættu?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða talnaglöggan og nákvæman sérfræðing til þess að sinna greiningu og eftirliti með lausafjár- og fjármögnunaráhættu aðila á fjármálamarkaði í deild fjárhagslegra áhættuþátta á sviði varúðareftirlits, sem er annað af eftirlitssviðum bankans. 

Nánar

Reykjavík - Fullt starf

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða talnaglöggan og nákvæman sérfræðing til þess að sinna greiningu og eftirliti með lausafjár- og fjármögnunaráhættu aðila á fjármálamarkaði í deild fjárhagslegra áhættuþátta á sviði varúðareftirlits, sem er annað af eftirlitssviðum bankans.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á banka-, lífeyris- og vátryggingamarkaði auk þess að geta haft áhrif á hvernig eftirliti með aðilum á fjármálamarkaði er háttað.

Deild fjárhagslegra áhættuþátta hefur meðal annars yfirsýn yfir þróun lausafjár og fjármögnunaráhættu, útlána- og samþjöppunaráhættu, líkana- og eiginfjáráhættu, lífeyristryggingaáhættu, vátryggingaáhættu, markaðsáhættu, eiginfjárgerningum og framsetningu á eiginfjár- og gjaldþolskröfum eftirlitsskyldra aðila. Þá tekur svið varúðareftirlits þátt í mati á kerfisáhættu, í samvinnu við fjármálastöðugleikasvið bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Greining og eftirlit með lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Framkvæmd athugana á stýringum lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Framkvæmd og yfirferð á áhættumati í könnunar- og matsferli (SREP).
  • Þátttaka í vettvangsathugunum sem tengjast lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Þróun á aðferðafræði Seðlabankans við mat á lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Þátttaka í norrænu og alþjóðlegu samstarfi, m.a. hjá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA).

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistaranám sem nýtist í starfi, s.s. fjármálaverkfræði, hagfræði eða viðskiptafræði.
  • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði. 
  • Þekking og reynsla af innra eftirlitsumhverfi fjármálafyrirtækja. 
  • Rík greiningarhæfni er nauðsynleg.
  • Þekking á lausafjár- og fjármögnunaráhættu er kostur.
  • Þekking á evrópsku regluverki á fjármálamarkaði er kostur.
  • Þekking á Power BI er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður til þess að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar veita Jónas Þór Brynjarsson forstöðumaður fjárhagslegra áhættuþátta (jonas.thor.brynjarsson@sedlabanki.is) og Unnur Helgadóttir mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2025.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Sérfræðistörf

Við sérstakar aðstæður getur komið til þess að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands þurfi að semja við sérfræðinga til að sinna tilteknum verkefnum eins og að athuga tiltekna þætti í starfsemi eða rekstri eftirlitsskylds aðila eða til að hafa að öðru leyti sértækt eftirlit með eftirlitsskyldum aðila.

Nánar

Reykjavík - Hlutastarf

Við sérstakar aðstæður getur komið til þess að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands þurfi að semja við sérfræðinga til að sinna tilteknum verkefnum. Þá hefur fjármálaeftirlitið sérstaka heimild til að skipa sérfræðing til að athuga tiltekna þætti í starfsemi eða rekstri eftirlitsskylds aðila eða til að hafa að öðru leyti sértækt eftirlit með eftirlitsskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Jafnframt hefur fjármálaeftirlitið meðal annars heimild til að skipa við sérstakar aðstæður fjármálafyrirtæki bráðabirgðastjórnanda, sbr. 107. gr. e laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og vátryggingafélagi slitastjórn, sbr. 152. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.

Fjármálaeftirlitið tekur við ferilskrám, og eftir atvikum kynningarbréfum, þeirra sem eru reiðubúnir að gefa kost á sér til slíkra starfa. Einnig geta fyrirtæki gefið kost á tilteknum starfsmönnum sínum til slíkra starfa. Leitað er að einstaklingum með fjölbreytta þekkingu og reynslu á sviði lögfræði, viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði, fjármálamarkaða, reksturs, stjórnunar, upplýsingatækni, reikningsskila o.fl.

Ferilskrá, og eftir atvikum kynningarbréf, skulu gefa glögga mynd af menntun og reynslu hlutaðeigandi. Upplýsingarnar verða aðgengilegar viðeigandi stjórnendum innan fjármálaeftirlitsins ef til greina kemur að semja við sérfræðing til að sinna tilteknu verkefni. Þá skulu upplýsingar um heimilisfang, símanúmer og netfang fylgja ferilskránni. Jafnframt er mikilvægt að fram komi upplýsingar um tengsl hlutaðeigandi við einstaka eftirlitsskylda aðila. Vakin er athygli á því að almennt koma starfsmenn eftirlitsskyldra aðila ekki til greina til umræddra sérfræðistarfa.

Fyrirspurnir má senda á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is.

Almenn umsókn

Hér getur þú sent inn almenna umsókn í tímabundin störf.

Nánar

Reykjavík - Hlutastarf

Takk fyrir að sýna því áhuga á að starfa með okkur í Seðlabanka Íslands.

Seðlabanka Íslands ber skylda til að auglýsa opinberlega laus störf samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. nánar reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsþjálfun

Hér getur þú sent inn umsókn um starfsþjálfun.

Nánar

Reykjavík - Fullt starf

Takk fyrir að sýna því áhuga að koma í starfsþjálfun hjá okkur í Seðlabanka Íslands.

Hér getur þú sótt um að koma til okkar í starfsþjálfun. Við förum reglulega yfir umsóknir og verðum í sambandi ef við höfum lausa starfsþjálfunarstöðu við þitt hæfi. Starfsþjálfun er einstakt tækifæri fyrir háskólanema til að öðlast hagnýta og starfstengda reynslu og er markmið okkar að bjóða reglulega upp á fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að kynnast verkefnum og starfsemi bankans.