Fréttablaðið hefur að undanförnu birt greinasyrpu eftir starfsmenn á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Höfundarnir eru Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri verðbréfasviðsins, Jared Bibler, rannsakandi og Ómar Þór Ómarsson sérfræðingur.
Greinasyrpan hófst á yfirlitsgrein Guðrúnar þar sem hún fjallaði meðal annars um viðfangsefni Fjármálaeftirlitsins á sviði rannsókna, núverandi stöðu þeirra og áherslur Fjármálaeftirlitsins. Jared Bibler, rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins, skrifaði grein um Ponzi svik og manninn sem gaf þeim nafn og Ómar Þór Ómarsson sérfræðingur skrifaði um nokkur hættumerki í tengslum við gylliboð um fjárfestingar. Að lokum birtist svo grein eftir Jared Bibler um Stanford alþjóðabankann en á síðasta ári komst upp að starfsemi hans reyndist dæmi um Ponzi svik. Greinarnar er að finna hér fyrir neðan.