Meginmál

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn mars 2025

Stríðsátök geisa áfram í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Víða í nágrannalöndum Íslands hefur pólitísk óvissa aukist og vaxandi spennu gætir í samskiptum þjóða. Mörg ríki Evrópu hafa aukið útgjöld til varnarmála á síðustu mánuðum og þar er búist við áframhaldandi hallarekstri hins opinbera. Aukin áhersla er á verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, sem ýtir enn frekar undir brotamyndun í alþjóðastjórnmálum, truflar framboðskeðjur, eykur viðskiptakostnað, truflar verðmyndun á mörkuðum og hefur neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Til lengri tíma getur hægt á vexti framleiðslugetu heimsbúskapsins. Viðbúið er að áhrifin nái hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti, meðal annars með minni efnahagsumsvifum og minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

27. mars 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

74 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Netöryggismál í brennidepli á viðsjárverðum tímum

Netöryggismál eru hvarvetna í brennidepli en árlega valda tölvu- og netárásir almenningi, fyrirtækjum og stofnunum miklum fjárhagslegum skaða og óþægindum. Af skýrslum Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum, WEF) undanfarin ár má sjá að stofnunin metur netárásir meðal alvarlegustu ógna sem steðja að heimsbyggðinni. Kemur það vart á óvart enda sýna tölur að netárásum fjölgar stöðugt frá ári til árs bæði hér á landi og á heimsvísu.

30. september 2022

Markaðsaðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum eru krefjandi

Seðlabanki Íslands gaf í dag út ritið Fjármálastöðugleiki 2022/2. Ritið kemur út tvisvar á ári. Því er meðal annars ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um styrk- og veikleika fjármálakerfisins og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga.

28. september 2022

Mat á loftslagsáhættu

Þótt vísindamenn hafi lengi varað við áhættunni af loftslagsbreytingum er það einungis á síðari misserum sem samfélög og þjóðríki í heild sinni hafa farið að bregðast við áhættunni með markvissum hætti. Þar eru fjármálafyrirtæki engin undantekning.

5. júlí 2022

Þróun á húsnæðismarkaði og virkni lánþegaskilyrða

Þrátt fyrir hertar takmarkanir Seðlabankans á lánþegaskilyrðum og vaxtahækkanir hefur kerfisáhætta á húsnæðismarkaði aukist nokkuð síðustu misseri. Í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á þróunina á fasteignamarkaði út frá sjónarhóli kerfisáhættu og þjóðhagsvarúðar. Jafnframt verður fjallað um áhrif þeirra takmarkana sem lánþegaskilyrði fela í sér á fasteignalánamarkaðinn.

1. júlí 2022

Gagnvirkir Hagvísar og stafræn vegferð Seðlabankans

Hagvísar Seðlabanka Íslands eru gefnir út í dag í fyrsta sinn á gagnvirku formi. Með þessu er stigið tímamótaskref í stafrænni vegferð bankans í átt að bættri miðlun upplýsinga. Hagvísar voru fyrst gefnir út í upphafi árs 2002, þ.e. fyrir rúmlega tuttugu árum síðan, og hafa verið gefnir út í núverandi mynd síðan sumarið 2008 þar sem notendur hafa getað skoðað ritið á PDF-formi og sótt tímaraðir gagna í Excel-skjöl. Gagnvirkir Hagvísar eru framfaraskref sem gerir notendum þeirra kleift að vinna með gögn á aðgengilegri og auðveldari hátt en áður.

30. júní 2022

Umbrot á fjármálamarkaði kalla á nýjar áherslur við eftirlit

Fjármálamarkaðurinn einkennist nú af meiri og hraðari breytingum en oft áður. Ýmsir kraftar valda því samtímis að íslenski fjármálamarkaðurinn hefur breyst á undanförnum árum og er nú allt í senn alþjóðlegri, fjölbreyttari, flóknari og tæknivæddari en áður. Þessum breytingum fylgja margvíslegar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir neytendur og fyrirtæki.

16. júní 2022

Innlendar birgðir – týndi hlekkur íslenskra þjóðhagsreikninga?

Þjóðhagsreikningar Hagstofu Íslands taka saman og mæla umfang efnahagsumsvifa og eru ein mikilvægasta uppspretta upplýsinga um stöðu þjóðarbúsins sem liggja til grundvallar við mat á efnahagshorfum og við hagstjórnarákvarðanir.

14. júní 2022

Verðbólguhorfur hafa versnað og mikilvægt að bregðast ákveðið við

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum 4. maí sl. að hækka vexti bankans um 1 prósentu í 3,75%. Vextir eru því orðnir 1 prósentu hærri en þeir voru áður en COVID-19-faraldurinn barst til landsins í lok febrúar 2020. Þeir eru þó enn 0,75 prósentum lægri en þeir voru þegar vaxtalækkunarferlið hófst í maí 2019 vegna efnahagsáfalla sem þá dundu á þjóðarbúinu í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu eftir fall flugfélagsins WOW Air og minni útflutnings sjávarafurða vegna loðnubrests.

10. júní 2022

Aukin fylgni á verði innlendra og erlendra hlutabréfa

Það sem af er ári hefur verð hlutabréfa lækkað töluvert víða enda hefur vaxandi verðbólga og aukið peningalegt taumhald seðlabanka breytt umhverfi fjárfesta.

2. júní 2022

Af hverju er húsnæðiskostnaður hluti af vísitölu neysluverðs?

Húsnæðisverð hefur hækkað töluvert undanfarin misseri og nam árshækkun á landinu öllu rúmlega 19% í apríl sl. Skýringuna má m.a. rekja til lágra vaxta og mikillar hækkunar ráðstöfunartekna sem gerðu mörgum kleift að fjárfesta í húsnæði undanfarin ár.

25. maí 2022