Meginmál

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn mars 2025

Stríðsátök geisa áfram í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Víða í nágrannalöndum Íslands hefur pólitísk óvissa aukist og vaxandi spennu gætir í samskiptum þjóða. Mörg ríki Evrópu hafa aukið útgjöld til varnarmála á síðustu mánuðum og þar er búist við áframhaldandi hallarekstri hins opinbera. Aukin áhersla er á verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, sem ýtir enn frekar undir brotamyndun í alþjóðastjórnmálum, truflar framboðskeðjur, eykur viðskiptakostnað, truflar verðmyndun á mörkuðum og hefur neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Til lengri tíma getur hægt á vexti framleiðslugetu heimsbúskapsins. Viðbúið er að áhrifin nái hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti, meðal annars með minni efnahagsumsvifum og minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

27. mars 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

74 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Hvernig virka nýjar reglur um hámarks greiðslubyrði fasteignalána?

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur sett reglur um hámark greiðslubyrðar nýrra fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Markmið nefndarinnar með þessari ákvörðun er að varðveita fjármálastöðugleika, treysta viðnámsþrótt lánveitenda og neytenda gagnvart ójafnvægi á húsnæðismarkaði og draga úr kerfisáhættu til lengri tíma litið. Mikilvægt er að hafa í huga að þessar takmarkanir eiga bara við bara þegar nýtt fasteignalán er tekið en hafa engin áhrif eftir að lán hefur verið tekið t.d. ef tekjur neytenda lækka eða greiðslubyrði eykst eftir að lán hefur verið tekið.

1. október 2021

Kalkofninn – ný vefútgáfa Seðlabanka Íslands hefur göngu sína

Í dag hefur Kalkofninn, ný vefútgáfa Seðlabankans, göngu sína. Í Kalkofninum birtast greinar eftir stjórnendur og starfsfólk Seðlabankans.

28. september 2021

Sviðsmyndagreiningar vegna loftslagsáhættu

Loftslagsbreytingar og aðgerðir til að bregðast við þeim munu hafa veruleg áhrif á hag- og fjármálakerfið á næstu árum. Á næsta ári hyggst Seðlabanki Íslands gera sviðsmyndagreiningu til að skoða möguleg áhrif lofslagsáhættu á innlent fjármálakerfi. Fjármálakerfið verður ekki aðeins fyrir margvíslegum óæskilegum áhrifum af loftslagsbreytingum heldur geta fyrirtæki á fjármálamarkaði orðið hluti af lausninni með því að fjármagna verkefni sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Þessi grein fjallar um leiðir til að meta þróun loftslagsáhættu og áskoranir sem stjórnvöld um allan heim standa frammi fyrir við mat á raunhæfum forsendum.

28. september 2021

Kalkofninum fylgt úr hlaði

Í dag ræsum við Kalkofninn, nýjan vettvang fyrir stuttar og aðgengilegar greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands.

28. september 2021