Gögn fyrir veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri eru uppfærð hvern viðskiptadag um kl. 16:00 með tveggja daga tímatöf.
Gögnin eru aðgengileg á daglegri tíðni frá janúar 2009.
Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is
Ítarleg gögn fyrir gjaldeyrismarkað má nálgast á tímaraðaformi í Gagnabankanum
Velta á gjaldeyrismarkaði
Gögnum um gjaldeyrismarkað er safnað í því skyni að fylgjast með veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri og inngripum Seðlabankans á gjaldeyri.
Lagagrundvöllur
Gagnasöfnunin er á grundvelli reglna nr. 600/2020 um gjaldeyrismarkað, settar með vísan til 27. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og laga nr. 70/2021 um gjaldeyrismál.
Gjaldeyrismarkaður
Daglegar tilkynningar eru um gjaldeyrisviðskipti á millibankamarkaði til Seðlabankans. Aðilar á millibankamarkaði tilkynna Seðlabankanum um dagleg gjaldeyrisviðskipti sín og því gjaldeyriskaup afstemmanleg við gjaldeyrissölu á millibankamarkaði á hverjum tíma.
Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði. Rétt til þátttöku á markaðnum hafa svokallaðir viðskiptavakar og Seðlabanki Íslands.
Endurskoðun gagna
Gögn eru endurskoðuð komi fram leiðréttingar frá viðskiptavökum eða í samráði við þá. Athugasemd er höfð við gögn fram að næsta birtingardegi hafi þau verið endurskoðuð.
Millibankamarkaður
Millibankamarkaður skiptist annars vegar í millibankamarkað með krónur og hins vegar í millibankamarkað með gjaldeyri.
Millibankamarkaður með krónur (krónumarkaður)
Markaður með skammtímalán milli aðila á markaðnum. Aðilar markaðarins skulu tilgreina vaxtatilboð inn- og útlána á markaðnum eigi sjaldnar en á 10 mínútna fresti. Útlánsvextir markaðarins nefnast REIBOR (Reykjavik Interbank Offered Rates) og innlánsvextirnir REIBID (Reykjavík Interbank Bid Rate). Samningstími lána á millibankamarkaði með krónur getur verið yfir nótt (ON), vika (SW), einn mánuður (1M), þrír mánuðir (3M) og sex mánuðir (6M).
Aðilar á millibankamarkaði með krónur senda Seðlabankanum tilkynningar um samninga jafnóðum og þeir hafa átt sér stað. Gögnin byggjast því á raunverulegum viðskiptum milli aðila.
Millibankamarkaður með gjaldeyri (gjaldeyrismarkaður)
Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði. Rétt til þátttöku á markaðnum hafa svokallaðir viðskiptavakar og Seðlabanki Íslands. Viðskiptavakar geta orðið aðilar sem hafa ótakmarkað starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta. Millibankamarkaður með gjaldeyri er opinn frá kl. 9:15 til 16.00 hvern viðskiptadag.
Viðburðir framundan
Titill | Tíðni | Nýjast | Tímabil | Næst | Flokkur | Gagnabanki |
---|---|---|---|---|---|---|
Efnahagur Seðlabanka Íslands | Mánaðarleg | 5. september | Ágúst 2025 | 7. október | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Lífeyrissjóðir | Mánaðarleg | 4. september | Júlí 2025 | 6. október | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Greiðslujöfnuður við útlönd | Ársfjórðungsleg | 4. september | 2. ársfj. 2025 | 4. desember | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlendar skuldir | Ársfjórðungsleg | 4. september | 2. ársfj. 2025 | 4. desember | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlend staða þjóðarbúsins | Ársfjórðungsleg | 4. september | 2. ársfj. 2025 | 4. desember | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Staða markaðsverðbréfa | Mánaðarleg | 29. ágúst | Júlí 2025 | 30. september | Markaðir | |
Verðbréfafjárfesting | Mánaðarleg | 29. ágúst | Júlí 2025 | 30. september | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Önnur fjármálafyrirtæki | Mánaðarleg | 27. ágúst | Júlí 2025 | 29. september | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir | Mánaðarleg | 27. ágúst | Júlí 2025 | 29. september | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Lánasjóðir ríkisins | Mánaðarleg | 27. ágúst | Júlí 2025 | 29. september | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Innlánsstofnanir | Mánaðarleg | 25. ágúst | Júlí 2025 | 25. september | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Gjaldeyrisforði | Mánaðarleg | 18. ágúst | Júlí 2025 | 15. september | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Tryggingafélög | Mánaðarleg | 18. ágúst | Júní 2025 | 17. september | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Útboð verðbréfa | Mánaðarleg | 18. ágúst | Júlí 2025 | 17. september | Markaðir | |
Greiðslumiðlun | Mánaðarleg | 15. ágúst | Júlí 2025 | 17. september | Markaðir | |
Gjaldeyrismarkaður | Mánaðarleg | 8. ágúst | Júlí 2025 | 9. september | Markaðir | |
Krónumarkaður | Mánaðarleg | 8. ágúst | Júlí 2025 | 9. september | Markaðir | |
Raungengi | Mánaðarleg | 8. ágúst | Júlí 2025 | 9. september | Markaðir | |
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja | Ársfjórðungsleg | 6. júní | 1. ársfjórðungur 2025 | 8. september | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Bein fjárfesting | Árleg | 20. mars | 2023 uppfærsla | 19. september | Greiðslujöfnuður við útlönd |