Gögn um veltu greiðslukorta og fjölda færslna innlendra korta innanlands sem erlendis og erlendra korta hér á landi eru birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.
Gögnin eru aðgengileg á mánaðarlegri tíðni frá janúar 1998. Frá ársbyrjun 2013 er miðað við almanaksmánuð en áður við innheimtutímabil.
Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is
Hér má nálgast tímaraðaskjal fyrir greiðslumiðlun
Greiðslumiðlun
Gögnum um greiðslumiðlun er safnað í því skyni að fylgjast með veltu greiðslukorta og fjölda færslna og birta samantekt á upplýsingum frá þeim. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.
Lagagrundvöllur
Greiðslumiðlun
Fyrirtæki í greiðslumiðlun auðvelda greiðslur frá korthöfum til söluaðila með greiðslumiðlunartækni, þ.m.t. kort og posar. Gögn um greiðslumiðlun endurspegla veltu og færslufjölda innlendra korta innanlands, auk veltu og færslufjölda erlendra korta innanlands.
Greiðslumiðlunarmarkaði má í grófum dráttum skipta í tvennt:
- Kortaútgefendur: Gefa út kort til einstaklinga og fyrirtækja til að framkvæma greiðslur fyrir vörur og þjónustu. Auk þess er að hægt að taka út reiðufé með kortafærslum. Athugið að hér er um að ræða innlendar fjármálastofnanir en ekki alþjóðleg kortakerfi á borð við Mastercard eða VISA.
- Færsluhirðar: Útvega söluaðilum posa og annars háttar tæknilausnir til að taka á móti og vinna úr greiðslum frá korthöfum.
Auk þess má nefna að notkun á annars háttar greiðslumiðlunartækni hefur færst í aukana, t.a.m. er hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu með beinum millifærslum. Eins má nefna reikning-í-reikning greiðslur og kortalausa færsluhirðingu á borð við PayPal. Notkun reiðufés tíðkast enn. Gagnasöfnun Seðlabankans leitast við að ná utan um umfang ólíkra greiðsluleiða.
Endurskoðun gagna
Nýjustu tölur eru ávallt bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum berist ný gögn frá skilaaðilum.
Greiðslumiðlun
Fyrirtæki í greiðslumiðlun auðvelda greiðslur frá korthöfum til söluaðila með greiðslumiðlunartækni, þ.m.t. kort og posar. Gögn um greiðslumiðlun endurspegla veltu og færslufjölda innlendra korta innanlands, auk veltu og færslufjölda erlendra korta innanlands.
Kortaútgefendur
Gefa út kort til einstaklinga og fyrirtækja til að framkvæma greiðslur fyrir vörur og þjónustu. Auk þess er að hægt að taka út reiðufé með kortafærslum. Athugið að hér er um að ræða innlendar fjármálastofnanir en ekki alþjóðleg kortakerfi á borð við Mastercard eða VISA.
Færsluhirðar
Útvega söluaðilum posa og annars háttar tæknilausnir til að taka á móti og vinna úr greiðslum frá korthöfum.
Debetkort
Rafrænt kort sem millifærir beint á bankareikning eiganda kortsins
Kreditkort
Rafrænt kort þar sem greiðslum er safnað saman hjá færsluhirðum til innheimtu mánaðarlega frá eiganda kortsins.
Virk greiðslukort
Kort sem notuð hafa verið í viðkomandi mánuði.
Útgefin greiðslukort
Öll útgefin, gildandi kort, óháð því hvort þau hafa verið notuð.
Innlendur aðili / Erlendur aðili
Innlendur aðili merkir sérhvern einstakling sem hefur lögheimili á Íslandi og lögaðila sem skráður er til heimilis á Íslandi, án tillits til ríkisfangs. Undanþegnir búsetuskilyrðum eru námsmenn og starfsmenn sendiráða. Þannig teljast íslenskir námsmenn og skyldulið þeirra sem búa erlendis vera innlendir aðilar og erlendir sendiráðsstarfsmenn teljast til erlendra aðila. Erlendur aðili merkir alla aðra aðila en innlenda.
Viðburðir framundan
Titill | Tíðni | Nýjast | Tímabil | Næst | Flokkur | Gagnabanki |
---|---|---|---|---|---|---|
Verðbréfafjárfesting | Mánaðarleg | 31. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Staða markaðsverðbréfa | Mánaðarleg | 31. mars | Febrúar 2025 | 30. apríl | Markaðir | |
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 28. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Önnur fjármálafyrirtæki | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Lánasjóðir ríkisins | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Innlánsstofnanir | Mánaðarleg | 25. mars | Febrúar 2025 | 25. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Útboð verðbréfa | Mánaðarleg | 21. mars | Febrúar 2025 | 25. apríl | Markaðir | |
Bein fjárfesting | Árleg | 20. mars | 2023 uppfærsla | 19. september | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Greiðslumiðlun | Mánaðarleg | 17. mars | Febrúar 2025 | 16. apríl | Markaðir | |
Tryggingafélög | Mánaðarleg | 17. mars | Janúar 2025 | 23. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Gjaldeyrisforði | Mánaðarleg | 14. mars | Febrúar 2025 | 15. apríl | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Efnahagur Seðlabanka Íslands | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 7. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Gjaldeyrismarkaður | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Krónumarkaður | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Raungengi | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Lífeyrissjóðir | Mánaðarleg | 6. mars | Janúar 2025 | 4. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Greiðslujöfnuður við útlönd | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlendar skuldir | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlend staða þjóðarbúsins | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfjórðungur 2024 | 6. júní | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja |