Meginmál

Velta á millibankamarkaði með krónur er birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.

Gögnin miðast við stöðu í lok mánaðar og eru aðgengileg á mánaðarlegri tíðni frá 1998.

Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is

Ítarleg gögn fyrir krónumarkað má nálgast á tímaraðaformi í Gagnabankanum

Velta á millibankamarkaði með krónur

Gögnum um krónumarkað er safnað í því skyni að fylgjast með þróun krónumarkaðar. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.

Lagagrundvöllur

Gagnasöfnunin fer fram á grundvelli reglna nr. 1196/2019 um viðskipti á millibankamarkaði með íslenskar krónur sem settar eru skv. heimild í 3. mgr. 18. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019.

Krónumarkaður

Gögn eru fengin með daglegum tilkynningum um veltu frá aðilum á millibankamarkaði. Aðilar á millibankamarkaði með krónur geta verið fjármálafyrirtæki með starfsleyfi skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og útibú fjármálafyrirtækja utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa heimild fjármálaeftirlitsins.

Aðilar á millibankamarkaði með krónur senda Seðlabankanum tilkynningar um samninga jafnóðum og þeir hafa átt sér stað. Gögnin byggjast því á raunverulegum viðskiptum milli aðila. Tilkynningar um veltu frá aðilum á millibankamarkaði með krónur eru skráðar í gagnagrunn og sundurliðaðar eftir tímalengd samninga. Sá aðili sem haft er samband við sendirtilkynningu til Seðlabankans um viðskiptin.

Endurskoðun gagna

Almennt eru gögn ekki endurskoðuð nema fram komi leiðrétting frá markaðsaðilum.

Millibankamarkaður

Millibankamarkaður skiptist annars vegar í millibankamarkað með krónur og hins vegar í millibankamarkað með gjaldeyri.

Millibankamarkaður með krónur (krónumarkaður)
Markaður með skammtímalán milli aðila á markaðnum. Aðilar markaðarins skulu tilgreina vaxtatilboð inn- og útlána á markaðnum eigi sjaldnar en á 10 mínútna fresti. Útlánsvextir markaðarins nefnast REIBOR (Reykjavik Interbank Offered Rates) og innlánsvextirnir REIBID (Reykjavík Interbank Bid Rate). Samningstími lána á millibankamarkaði með krónur getur verið yfir nótt (ON), vika (SW), einn mánuður (1M), þrír mánuðir (3M) og sex mánuðir (6M).

Aðilar á millibankamarkaði með krónur senda Seðlabankanum tilkynningar um samninga jafnóðum og þeir hafa átt sér stað. Gögnin byggjast því á raunverulegum viðskiptum milli aðila.

Millibankamarkaður með gjaldeyri (gjaldeyrismarkaður)
Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði. Rétt til þátttöku á markaðnum hafa svokallaðir viðskiptavakar og Seðlabanki Íslands. Viðskiptavakar geta orðið aðilar sem hafa ótakmarkað starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta. Millibankamarkaður með gjaldeyri er opinn frá kl. 9:15 til 16.00 hvern viðskiptadag.

Viðburðir framundan

Sjá allt
krónumarkaður
08. apríl
9:00
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Mars 2025
krónumarkaður
08. maí
9:00
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Apríl 2025
Hagtölur
TitillTíðniNýjastTímabilNæstFlokkurGagnabanki
Efnahagur Seðlabanka ÍslandsMánaðarleg7. aprílMars 20258. maíEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
LífeyrissjóðirMánaðarleg4. aprílFebrúar 20257. maíEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
VerðbréfafjárfestingMánaðarleg31. marsFebrúar 202529. aprílGreiðslujöfnuður við útlönd
Staða markaðsverðbréfaMánaðarleg31. marsFebrúar 202530. aprílMarkaðir
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðirMánaðarleg27. marsFebrúar 202528. aprílEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Önnur fjármálafyrirtækiMánaðarleg27. marsFebrúar 202529. aprílEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Lánasjóðir ríkisinsMánaðarleg27. marsFebrúar 202529. aprílEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
InnlánsstofnanirMánaðarleg25. marsFebrúar 202525. aprílEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Útboð verðbréfaMánaðarleg21. marsFebrúar 202525. aprílMarkaðir
Bein fjárfestingÁrleg20. mars2023 uppfærsla19. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd
GreiðslumiðlunMánaðarleg17. marsFebrúar 202516. aprílMarkaðir
TryggingafélögMánaðarleg17. marsJanúar 202523. aprílEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
GjaldeyrisforðiMánaðarleg14. marsFebrúar 202515. aprílGreiðslujöfnuður við útlönd
GjaldeyrismarkaðurMánaðarleg7. marsFebrúar 20258. aprílMarkaðir
KrónumarkaðurMánaðarleg7. marsFebrúar 20258. aprílMarkaðir
RaungengiMánaðarleg7. marsFebrúar 20258. aprílMarkaðir
Greiðslujöfnuður við útlöndÁrsfjórðungsleg6. mars4. ársfj. 20245. júníGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlendar skuldirÁrsfjórðungsleg6. mars4. ársfj. 20245. júníGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlend staða þjóðarbúsinsÁrsfjórðungsleg6. mars4. ársfj. 20245. júníGreiðslujöfnuður við útlönd
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækjaÁrsfjórðungsleg6. mars4. ársfjórðungur 20246. júníEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja