Fara beint í Meginmál

Staða markaðsverðbréfa er birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.

Gögnin miðast við stöðu í lok mánaðar og eru aðgengileg á mánaðarlegri tíðni frá janúar 1992.

Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is

Ítarleg gögn fyrir stöðu markaðsverðbréfa má nálgast á tímaraðaformi í Gagnabankanum

Staða markaðsverðbréfa eftir tegund bréfs

Fjárhæðir eru í milljónum króna (m.kr.)

Gögnum um stöðu markaðsverðbréfa er safnað í því skyni að fylgjast með stöðu verðbréfa sem útgefin eru á Íslandi og birta samantekt á upplýsingum frá þeim. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.

Lagagrundvöllur

Gagnasöfnunin fer fram á grundvelli 32. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. Í samræmi við 41. gr. laganna hefur Seðlabankinn heimild að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda.

Staða markaðsverðbréfa

Gögn um skráð hlutabréf og skuldabréf atvinnufyrirtækja, sveitarfélaga og erlend skuldabréf eru fengnar frá Kauphöll Íslands (Nasdaq OMXI). Upplýsingar um ríkisverðbréf eru fengnar frá Lánasýslu ríkisins. Aðrar upplýsingar eru teknar úr mánaðarlegum efnahagsyfirlitum innlánsstofnana, ýmissa lánafyrirtækja og hlutdeildarsjóða til Seðlabankans.

Endurskoðun gagna

Nýjustu tölur eru ávallt bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum berist ný gögn frá skilaaðilum.

Leiðbeiningar fyrir skilaaðila er að finna í gagnaskilakerfi Seðlabanka Íslands.

Markaðsskuldabréf

Skuldabréf eru framseljanlegir fjármálagerningar sem gilda sem sönnun um skuld og boðin eru til kaups með útboði þar sem öll helstu einkenni bréfa í hverjum flokki eru hin sömu, þar á meðal nafn útgefanda (skuldara), fyrsti vaxtadagur og endurgreiðslu-, vaxta og uppsagnarákvæði eftir því sem við á. Markaðsskuldabréf eru gerð til að ganga kaupum og sölu á markaði ýmist í kauphöll eða beint yfir borð milli aðila (e. Over The Counter).

Tegund skuldabréfa í hagtölum Seðlabankans:

Verðtryggð markaðsskuldabréf
Höfuðstóll breytist í samræmi við ákv. vísitölu og yfirleitt gefin út í íslenskum krónum. Hér undir falla t.d. húsbréf, húsnæðisbréf og íbúðabréf, verðtryggð ríkisbréf (RIKS) og verðtryggð skuldabréf gefin út af atvinnufyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum og sveitarfélögum.

Önnur markaðsskuldabréf og víxlar
Höfuðstóll er ekki tengdur neinni vísitölu - er óverðtryggður. Þessi bréf geta verið gefin út í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðlum. Hér undir falla t.d. óverðtryggð ríkisbréf (RIKB), ríkisvíxlar (RIKV) og skuldabréf gefin út af atvinnufyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum, sveitarfélögum og erlendum aðilum.

Hlutabréf og hluteildarskírteini

Hlutabréf
Ávísun á ákveðinn eignarhlut hluthafa í fyrirtæki sem rekið er sem hlutafélag. Hlutafélagið gefur út sérstakt skjal (hlutabréf) til sönnunar því að eigandi þess (hluthafi) eigi ákveðinn hlut í eignum fyrirtækisins og árlegum hagnaði þess. Hlutabréf eru oftast viðskiptabréf, þ.e. þau geta gengið kaupum og sölum eins og tilgreint er í samþykktum félagsins, ýmist í kauphöll eða beint yfir borð milli aðila. Við slit félags koma hlutabréf til greiðslu eftir að allar aðrar skuldir viðkomandi félags hafa verið greiddar.

Þegar fjárfestir á minna en 10% í félagi telst það til verðbréfaeignar. Sé hluturinn meiri telst hann til beinnar fjárfestingar og flokkast sem hlutur í hlutdeildarfyrirtæki eða tengdu fyrirtæki.

Hlutdeildarfyrirtæki
Fyrirtæki, þar sem beinn og óbeinn eignarhlutur nemur 10-50% af eigin fé eða atkvæðisrétti.

Tengt fyrirtæki
Dótturfyrirtæki fyrirtækis, móðurfyrirtæki þess eða systurfyrirtæki (þ.e. fyrirtæki undir sama móðurfyrirtæki). Skilyrði er að eignarhlutur sé > 50%.

Hlutdeildarskírteini
Fjármálagerningar sem staðfesta tilkall allra þeirra sem eiga hlutdeild í sjóði um sameiginlega fjárfestingu eða einstakri deild hans, til verðbréfaeignar sjóðsins. Eigendur hlutdeildarskírteina eiga rétt til tekna og eigna sjóðsins eða viðkomandi deildar, í sama hlutfalli og nemur hlutdeild þeirra í heildarfjölda útgefinna hlutdeildarskírteina.

Eigð fé
Eigið fé er allur eignahlutur eigenda í fyrirtæki. Eigið fé jafngildir mismun eigna og skulda.

Innlendur aðili / Erlendur aðili

Innlendur aðili merkir sérhvern einstakling sem hefur lögheimili á Íslandi og lögaðila sem skráður er til heimilis á Íslandi, án tillits til ríkisfangs. Undanþegnir búsetuskilyrðum eru námsmenn og starfsmenn sendiráða. Þannig teljast íslenskir námsmenn og skyldulið þeirra sem búa erlendis vera innlendir aðilar og erlendir sendiráðsstarfsmenn teljast til erlendra aðila. Erlendur aðili merkir alla aðra aðila en innlenda.

Viðburðir framundan

Sjá allt
staða markaðsverðbréfa
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Ágúst 2025
staða markaðsverðbréfa
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - September 2025
Hagtölur
TitillTíðniNýjastTímabilNæstFlokkurGagnabanki
Efnahagur Seðlabanka ÍslandsMánaðarleg5. septemberÁgúst 20257. októberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
LífeyrissjóðirMánaðarleg4. septemberJúlí 20256. októberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Greiðslujöfnuður við útlöndÁrsfjórðungsleg4. september2. ársfj. 20254. desemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlendar skuldirÁrsfjórðungsleg4. september2. ársfj. 20254. desemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlend staða þjóðarbúsinsÁrsfjórðungsleg4. september2. ársfj. 20254. desemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Staða markaðsverðbréfaMánaðarleg29. ágústJúlí 202530. septemberMarkaðir
VerðbréfafjárfestingMánaðarleg29. ágústJúlí 202530. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Önnur fjármálafyrirtækiMánaðarleg27. ágústJúlí 202529. septemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðirMánaðarleg27. ágústJúlí 202529. septemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Lánasjóðir ríkisinsMánaðarleg27. ágústJúlí 202529. septemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
InnlánsstofnanirMánaðarleg25. ágústJúlí 202525. septemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
GjaldeyrisforðiMánaðarleg18. ágústJúlí 202515. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd
TryggingafélögMánaðarleg18. ágústJúní 202517. septemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Útboð verðbréfaMánaðarleg18. ágústJúlí 202517. septemberMarkaðir
GreiðslumiðlunMánaðarleg15. ágústJúlí 202517. septemberMarkaðir
GjaldeyrismarkaðurMánaðarleg8. ágústJúlí 20259. septemberMarkaðir
KrónumarkaðurMánaðarleg8. ágústJúlí 20259. septemberMarkaðir
RaungengiMánaðarleg8. ágústJúlí 20259. septemberMarkaðir
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækjaÁrsfjórðungsleg6. júní1. ársfjórðungur 20258. septemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Bein fjárfestingÁrleg20. mars2023 uppfærsla19. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd