Fara beint í Meginmál

Gögn yfir útboð verðbréfa eru birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.

Gögnin miðast við stöðu í lok mánaðar og eru aðgengileg á mánaðarlegri tíðni frá janúar 1994.

Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is

Ítarleg gögn fyrir útboð verðbréfa  má nálgast á tímaraðaformi í Gagnabankanum

Útboð markaðsskuldabréfa og víxla

Gögnum um útboð verðbréfa (skuldabréfa og víxla) er safnað í því skyni að fylgjast með þróun á útboðum verðbréfa (frumsölu, þ.e. nýjum útgáfum af skuldabréfum) hér á landi, flokkuð á útgefendur, formum og líftíma ásamt ávöxtunarkröfu við sölu þeirra. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.

Lagagrundvöllur

Gagnasöfnunin fer fram á grundvelli 32. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Í samræmi við 41. gr. laganna hefur Seðlabankinn heimild að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda.

Útboð verðbréfa

Gögn eru unnin eftir upplýsingum útgefenda eða milligönguaðila í útboði. Skráð verðbréf eru birt í Kauphöll (NASDAQ OMX Iceland). Útboðin eru flokkuð í opin og lokuð útboð við sölu og samtala þeirra reiknuð í hverjum mánuði.

Upplýsingar um útboð verðbréfa eru fengnar frá Lánamálum ríkisins, Íbúðalánasjóði (nú hættur starfsemi), bönkum, verðbréfafyrirtækjum og öðrum milligönguaðilum um útboð skuldabréfa.

Endurskoðun gagna

Nýjustu tölur eru ávallt bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum berist ný gögn frá skilaaðilum.

Leiðbeiningar fyrir skilaaðila er að finna í gagnaskilakerfi Seðlabanka Íslands.

Útboð

Verðbréf (skuldabréfa og víxlar) sem boðin eru til kaups á verðbréfamarkaði. Útboð verðbréfa geta verið opin (almenn) eða lokuð.

Opið útboð
Opin útboð eru almenn útboð verðbréfa (skuldabréfa og víxla) sem boðin eru almenningi til kaups með almennri og opinberra auglýsingu með útboðslýsingum eða kynningu með öðrum hætti sem jafna má til opinberrar auglýsingar með útboðslýsingum.

Lokað útboð
Aðeins skilgreindur hópur geta tekið þátt í lokuðu útboði t.d. fjármálafyrirtæki (bankar, lífeyrissjóðir og önnur fjármálafyrirtæki) og fagfjárfestar. Lokuð útboð þarf ekki að auglýsa.

Frumsala
Sala á nýju (nýútgefnu) verðbréfi.

Innlendur aðili / Erlendur aðili

Innlendur aðili merkir sérhvern einstakling sem hefur lögheimili á Íslandi og lögaðila sem skráður er til heimilis á Íslandi, án tillits til ríkisfangs. Undanþegnir búsetuskilyrðum eru námsmenn og starfsmenn sendiráða. Þannig teljast íslenskir námsmenn og skyldulið þeirra sem búa erlendis vera innlendir aðilar og erlendir sendiráðsstarfsmenn teljast til erlendra aðila. Erlendur aðili merkir alla aðra aðila en innlenda.

útboð verðbréfa
17. nóvember
9:00
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Október 2025
útboð verðbréfa
17. desember
9:00
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Nóvember 2025
Hagtölur
TitillTíðniNýjastTímabilNæstFlokkurGagnabanki
LífeyrissjóðirMánaðarleg4. nóvemberSeptember 20254. desemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Staða markaðsverðbréfaMánaðarleg31. októberSeptember 202528. nóvemberMarkaðir
VerðbréfafjárfestingMánaðarleg29. októberSeptember 202528. nóvemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Lánasjóðir ríkisinsMánaðarleg28. októberSeptember 202527. nóvemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Önnur fjármálafyrirtækiMánaðarleg28. októberSeptember 202527. nóvemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðirMánaðarleg27. októberSeptember 202527. nóvemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
InnlánsstofnanirMánaðarleg24. októberSeptember 202525. nóvemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Útboð verðbréfaMánaðarleg17. októberSeptember 202517. nóvemberMarkaðir
TryggingafélögMánaðarleg17. októberÁgúst 202518. nóvemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
GreiðslumiðlunMánaðarleg17. októberSeptember 202518. nóvemberMarkaðir
GjaldeyrisforðiMánaðarleg15. októberSeptember 202517. nóvemberGreiðslujöfnuður við útlönd
GjaldeyrismarkaðurMánaðarleg8. októberSeptember 20257. nóvemberMarkaðir
KrónumarkaðurMánaðarleg8. októberSeptember 20257. nóvemberMarkaðir
RaungengiMánaðarleg8. októberSeptember 20257. nóvemberMarkaðir
Efnahagur Seðlabanka ÍslandsMánaðarleg7. októberSeptember 20257. nóvemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Bein fjárfestingÁrleg19. september202420. marsGreiðslujöfnuður við útlönd
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækjaÁrsfjórðungsleg8. september2. ársfjórðungur 20258. desemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Greiðslujöfnuður við útlöndÁrsfjórðungsleg4. september2. ársfj. 20254. desemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlendar skuldirÁrsfjórðungsleg4. september2. ársfj. 20254. desemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlend staða þjóðarbúsinsÁrsfjórðungsleg4. september2. ársfj. 20254. desemberGreiðslujöfnuður við útlönd