Meginmál

Komist Seðlabanki Íslands að því að aðili hafi stundað starfsemi án leyfis eða skráningar, getur stofnunin beitt ýmsum úrræðum, s.s. að krefjast þess að starfsemin verði stöðvuð, birt nöfn aðila sem taldir eru bjóða þjónustu án tilskilinna leyfa og beitt aðila stjórnvaldssektum. Auk þess getur slíkt varðað sektum eða fangelsi.

Starfsemi án leyfis

Seðlabankinn getur beitt mismunandi úrræðum eftir tegund starfsemi, nánari upplýsingar:

Starfsemi án leyfis
Starfsemi án leyfis
Starfsemi Upplýsingar um úrræði

Fjármálafyrirtæki (viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki)

XIII og XIV. kafli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og 8. og 9. þáttur laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga

Vátryggingafélög

VII. og XXV. kafli laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi

Vátryggingamiðlarar og vátryggingaumboðsmenn

XI og XIII. kafli laga nr. 62/2019, um dreifingu vátrygginga

Greiðslustofnanir

VII. kafli laga nr. 114/2021, um greiðsluþjónustu

Rafeyrisfyrirtæki

IV. kafla laga nr. 17/2013, um meðferð og útgáfu rafeyris

Lífeyrissjóðir

55. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Innheimtuaðilar

16. og 18. gr. innheimtulaga nr. 95/2008

Leyfisskyldir rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

XI. kafli laga nr. 45/2020, rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Rekstrarfélög verðbréfasjóða

XIII. kafli laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði

Starfsemi án skráningar

Seðlabankinn getur beitt mismunandi úrræðum eftir tegund starfsemi, nánari upplýsingar:

Starfsemi án skráningar
Starfsemi án skráningar
StarfsemiUpplýsingar um úrræði 

Einstaklingar og lögaðilar sem starfrækja gjaldeyrisskiptaþjónustu [1]

XII. kafli laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Þjónustuveitendur sýndareigna

XII. kafli laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Lánveitendur

XVI. kafli laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda

Lánamiðlarar

XVI. kafli laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda

Skráningarskyldir rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

XI. kafli laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

[1] Athuga skal að þetta á eingöngu við um gjaldeyrisskiptaþjónutu sem fellur ekki undir eftirfarandi: Gjaldeyrisskipti eru hliðarstarfsemi sem tengist með beinum hætti meginstarfsemi aðilans og er aðeins veitt viðskiptavinum aðilans, heildarvelta af gjaldeyrisskiptum nemur minna en 5 m. kr. á ári eða gjaldeyrisskipti fyrir einstakan viðskiptavin fara ekki yfir 100 þús. kr., hvort sem viðskiptin fara fram í einni færslu eða fleiri færslum sem virðast tengjast hver annarri.

Ábending um starfsemi án leyfis eða skráningar

Vakni grunur um starfsemi án leyfis eða skráningar má senda inn nafnlausa ábendingu. Eftirfarandi eru leiðir til þess:

  • Senda má ábendingu með því að fylla inn form
  • Senda má tölvupóst á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is
  • Senda má bréfpóst á heimilisfangið Kalkofnsvegi 1, 101 Reykjavík, sem er merktur „Starfsemi án leyfis/skráningar“

Sem fyrr segir þarf sá sem sendir ábendingu ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.