Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Stöðugt verðlag er skilgreint sem 2½% árleg verðbólga sem er verðbólgumarkmið Seðlabankans og ber bankanum að halda verðbólgu að jafnaði sem næst því. Helsta stjórntæki Seðlabankans til að ná markmiðinu eru meginvextir bankans, þ.e. vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Peningastefnunefnd ákveður vextina ásamt beitingu annarra stjórntækja bankans í peningamálum. Vel mótuð peningastefna stuðlar að aukinni hagsæld í landinu með því að tryggja stöðugt verðlag.
Peningastefnunefnd Seðlabankans tekur ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum. Ákvarðanir nefndarinnar grundvallast á markmiði um stöðugt verðlag og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahagsmálum.
Í Peningamálum, sem koma út fjórum sinnum á ári, gerir Seðlabankinn grein fyrir horfum í efnahags- og peningamálum. Greiningin og spáin gegnir mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar.
Eitt af meginmarkmiðum Seðlabankans er stöðugt verðlag, skilgreint sem hækkun vísitölu neysluverðs um 2½% á tólf mánuðum. Helsta stjórntæki Seðlabankans til að ná þessu markmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki.
Ýmsar kannanir og rannsóknir eru framkvæmdar af Seðlabanka Íslands til að öðlast betri sýn á innlenda fjármálamarkaði. Tvær kannanir eru framkvæmdar og birtar ársfjórðungslega; könnun á væntingum aðila á fjármálamörkuðum til ýmissa hagstærða og könnun meðal viðskiptabanka um þróun á framboði og eftirspurn lánsfjár.
Helsta stjórntæki Seðlabankans til að ná verðbólgumarkmiðinu eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki sem síðan hafa áhrif á aðra vexti á Íslandi. Viðskiptabankar og lífeyrissjóðir breyta jafnan vöxtum sínum í framhaldi af breytingum meginvaxta Seðlabankans.