Meginmál

Í ársbyrjun 2022 hóf Seðlabanki Íslands að framkvæma útlánakönnun ársfjórðungslega. Markmið könnunarinnar er að afla gagna markvisst um eftirspurn og aðgengi heimila og fyrirtækja að lánsfé. Sambærilegar útlánakannanir hafa verið framkvæmdar í nágrannalöndum Íslands um árabil og voru þær notaðar sem fyrirmynd að könnun Seðlabankans.
Könnunin er send út til viðskiptabankanna fjögurra.

Fjallað er um niðurstöður útlánakönnunarinnar í ritum bankans og þær eru einn þáttur í mati bankans á þróun útlána. Það mat liggur m.a. til grundvallar ákvarðanatöku sem snýr að lögbundnum markmiðum bankans, þ.e. að stuðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika.

Útlánakönnun Seðlabanka Íslands - fyrsti ársfjórðungur 2025. Birt 24. janúar 2025.(89,47 KB)

Uppsetning útlánakönnunar

Útlánakönnunin er eigindleg könnun þar sem aflað er gagna um væntingar lánveitenda um þróun eftirspurnar eftir lánsfé, þróun á framboði lánsfjár og þætti sem hafa ráðandi áhrif á framboð, s.s. lánareglur, samkeppni og vexti. Svarendur eru beðnir um að leggja mat á þróun síðustu þriggja mánaða auk þess sem spurt er um mat á horfum fyrir næstu sex mánuði.

Framkvæmd útlánakönnunar

Útlánakönnunin er framkvæmd fjórum sinnum á ári, í upphafi hvers ársfjórðungs að undanskildum þriðja ársfjórðungi. Þá er könnunin framkvæmd í fyrri hluta ágústmánaðar. Könnuninni er skilað í gegnum þjónustugátt Seðlabankans. Farið er með svör einstakra viðskiptabanka sem trúnaðarmál.

Næstu kannanir

útlánakönnun seðlabankans
Uppfærslutíðni: Ársfjórðungsleg - 2. ársfj. 2025
útlánakönnun seðlabankans
Uppfærslutíðni: Ársfjórðungsleg - 3. ársfj. 2025