Seðlabanki Íslands hefur framsýnt og áhættumiðað eftirlit með starfsemi aðila á vátryggingamarkaði, greinir helstu áhættuþætti í rekstri þeirra ásamt því að fylgjast með þróun á markaði.
Þá fylgist Seðlabankinn með því að aðilar á vátryggingamarkaði starfi í samræmi við lög sem um starfsemi þeirra gilda og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana þegar tilefni er til. Bankinn fylgist jafnframt með starfsháttum aðila á vátryggingamarkaði með hliðsjón af eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.