Fara beint í Meginmál

Seðlabanki Íslands hefur framsýnt og áhættumiðað eftirlit með starfsemi aðila á vátryggingamarkaði, greinir helstu áhættuþætti í rekstri þeirra ásamt því að fylgjast með þróun á markaði.

Þá fylgist Seðlabankinn með því að aðilar á vátryggingamarkaði starfi í samræmi við lög sem um starfsemi þeirra gilda og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana þegar tilefni er til. Bankinn fylgist jafnframt með starfsháttum aðila á vátryggingamarkaði með hliðsjón af eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.

Seðlabanki Íslands birtir sértækar upplýsingar um vátryggingastarfsemi, í samræmi við lög og tilskipun EB, hvað varðar lög, stjórnsýslufyrirmæli og almennar leiðbeiningar, eftirlitsferlið, tölfræðileg gögn og fleira.

Seðlabanki Íslands gefur út spurningar og svör til að auka gagnsæi um framkvæmd eftirlits og jafnframt veita eftirlitsskyldum aðilum og öðrum sem efnið varðar meira öryggi við beitingu laga og reglna.

Samruni vátryggingafélaga, sem felur í sér að allar eignir og skuldir eru yfirfærðar til nýs félags eða yfirtökufélags án skiptameðferðar, er háður samþykki fjármálaeftirlitsins.

Endurkaup vátryggingafélags, sem felur í sér lækkun á gjaldþolsliðum, krefst fyrirframsamþykkis fjármálaeftirlitsins.

Lög, reglur og eyðublöð

Vátryggingamarkaður - Gagnatöflur vátryggingafélaga

Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega gagnatöflur íslenskra vátryggingafélaga á samandregnu formi.

Gagnatöflur vátryggingafélaga fyrsti ársfjórðungur 2025.

Eldri birtingar má nálgast hér: Töflur úr ársreikningum á vátryggingamarkaði 1996-2016