Gögn yfir gjaldeyrisforða eru birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.
Gögnin miðast við stöðu í lok mánaðar og eru aðgengileg á mánaðarlegri tíðni frá október 2000.
Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is
Hér má nálgast tímaraðaskjal fyrir gjaldeyrisforða
Gögnum um gjaldeyrisforða er safnaði í þeim tilgangi að uppfylla birtingarstaðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ítarlega sundurliðun á gjaldeyrisforða og greiðsluhæfi hans. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.
Eignir og skuldir eru umreiknaðar yfir í íslenskar krónur miðað við miðgengi gjaldmiðla.
Lagagrundvöllur
Gagnasöfnunin er á grundvelli samnings við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 21. Júní 1996 um birtingarstaðal sbr. 31. grein laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.
Gjaldeyrisforði
Upplýsingar um gjaldeyrisforða eru fengnar hjá Seðlabanka Íslands um gjaldeyriseignir hans og áætlun Seðlabankans um greiðslur í erlendri mynt vegna bankans sjálfs og ríkissjóðs. Upplýsingar frá markaðsvðskiptum Seðlabankans um umsamdar lánalínur erlendis.
Endurskoðun gagna
Almennt eru birt gögn um gjaldeyrisforða ekki endurskoðuð.
Gull og SDR
Gull
Í eigu eða vörslu peningayfirvalda sem er hluti af gjaldeyrisforða. Til að geta talist til gjaldeyrisforða verður gullið að vera tiltækt án tafa og kvaða.
Sérstök dráttarréttindi
Réttindi sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úthlutar til að styrkja gjaldeyrisforða aðildarlanda hans. Sérstökum dráttarréttindum er úthlutað í hlutfalli við kvóta viðkomandi lands hjá sjóðnum. Kvóti hvers lands er ákveðinn út frá hlutdeild landsins í heimsviðskiptum. Dráttarréttindin tákna að eigandi þeirra á fullan og óskilyrtan rétt á gjaldeyrisláni eða öðrum gjaldeyriseignum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Aðildarríki geta selt hvort öðru kvótann sinn. Á móti eignfærðum kvóta bókast skuld sem kallast mótvirði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Seðlar og innstæður
Seðlar og innstæður samanstanda af seðlum og mynt í umferð ásamt innstæðum. Innstæður eru staðlaðir, óframseljanlegir samningar sem innlánsstofnanir bjóða. Binditími innstæðna getur verið mismunandi eftir samningum. Innstæður fela jafnan í sér ábyrgð skuldara á að skila höfuðstólnum aftur til fjárfestis. Innstæður geta verið í seðlabönkum eða innlánsstofnunum.
Gjaldeyrisforði
Gjaldeyrisforði eru þær erlendu eignir sem eru ætíð aðgengilegar yfirvaldi á sviði peningamála og undir stjórn þeirra. Gjaldeyrisforði verður að vera eign í erlendum gjaldmiðli, kröfur gagnvart erlendum aðilum og eignir sem eru raunverulega til. Hugsanlegar eignir eru undanskildar.
Innlendur aðili / Erlendur aðili
Innlendur aðili merkir sérhvern einstakling sem hefur lögheimili á Íslandi og lögaðila sem skráður er til heimilis á Íslandi, án tillits til ríkisfangs. Undanþegnir búsetuskilyrðum eru námsmenn og starfsmenn sendiráða. Þannig teljast íslenskir námsmenn og skyldulið þeirra sem búa erlendis vera innlendir aðilar og erlendir sendiráðsstarfsmenn teljast til erlendra aðila. Erlendur aðili merkir alla aðra aðila en innlenda.
Fastar nettóútgreiðslur gjaldeyriseigna (nafnverð) næstu 12 mánuði
Fastar inn- og útgreiðslur erlends gjaldeyris næstu 12 mánuði frá viðmiðunardegi. Greiðslur erlendra skammtímaskulda og -krafna eru sundurliðaðar eftir því hve langur tími er í greiðslu (lokagreiðslu ef það á við). Hér undir falla skuldir/kröfur Seðlabankans og ríkisvalds (án almannatrygginga) í erlendri mynt við innlenda eða erlenda aðila. Bæði er átt við skammtímaskuldir og -kröfur þar sem upphaflegur lánstími var eitt ár eða minna og langtímaskuldir og -kröfur þar sem eftirstöðvar eru greiddar upp innan eins árs. Af langtímaskuldum og -kröfum með eftirstöðvar til lengri tíma en eins árs eru tilgreindar afborganir og vextir næstu 12 mánuði.
Mögulegar nettóútgreiðslur gjaldeyriseigna (nafnverð) næstu 12 mánuði
Mögulegar greiðslur vegna samningsbundinna skuldbindinga sem geta haft áhrif á gjaldeyriseignir. Þetta eru skuldbindingar peningamálayfirvalda og ríkisvalds (án almannatrygginga) í erlendri mynt við innlenda eða erlenda aðila sem eru háðar ytri aðstæðum og eru eðli málsins samkvæmt utan efnahagsreiknings. Greiðslur sem hér um ræðir eru tvenns konar. Annars vegar mögulegar gjaldeyrisgreiðslur vegna eigna og skulda s.s. ónýttar, óskilyrtar dráttarheimildir og ábyrgðir vegna skulda, eigna og gjaldmiðla. Hins vegar eru mögulegar greiðslur vegna valréttarsamninga opinberra aðila þegar og ef þeir verða nýttir.
Ónýttar, óskilyrtar dráttarheimildir
Lánalínur sem samið er um við erlenda banka en ekki hafa verið nýttar. Ef nýta þarf dráttarheimildirnar þarf lítinn eða engan fyrirvara á lántökunni. Annars vegar er um að ræða dráttarheimildir sem fengnar eru hjá öðrum bönkum og hins vegar dráttarheimildir sem aðrir bankar hafa fengið hjá Seðlabanka.
Gjaldmiðlar í SDR körfu
SDR er gjaldmiðlakarfa ákvörðuð af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í dag samanstendur karfan af fimm gjaldmiðlum, bandaríkjadal (USD), bresku pundi (GBP), evru (EUR), kínversku júan (Yuan) og japönsku yeni (JPY). Gjaldmiðlasamsetning körfunnar er ákvörðuð á fimm ára fresti af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar daglega gengi SDR í bandarískum dollurum út frá verði myntanna í körfunni á hádegi á gjaldeyrismarkaðnum í London. Markaðsviðskipti Seðlabanka Íslands ákvarðar daglegt gengi SDR gagnvart íslenskri krónu.
Viðburðir framundan
Titill | Tíðni | Nýjast | Tímabil | Næst | Flokkur | Gagnabanki |
---|---|---|---|---|---|---|
Verðbréfafjárfesting | Mánaðarleg | 31. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Staða markaðsverðbréfa | Mánaðarleg | 31. mars | Febrúar 2025 | 30. apríl | Markaðir | |
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 28. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Önnur fjármálafyrirtæki | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Lánasjóðir ríkisins | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Innlánsstofnanir | Mánaðarleg | 25. mars | Febrúar 2025 | 25. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Útboð verðbréfa | Mánaðarleg | 21. mars | Febrúar 2025 | 25. apríl | Markaðir | |
Bein fjárfesting | Árleg | 20. mars | 2023 uppfærsla | 19. september | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Greiðslumiðlun | Mánaðarleg | 17. mars | Febrúar 2025 | 16. apríl | Markaðir | |
Tryggingafélög | Mánaðarleg | 17. mars | Janúar 2025 | 23. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Gjaldeyrisforði | Mánaðarleg | 14. mars | Febrúar 2025 | 15. apríl | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Efnahagur Seðlabanka Íslands | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 7. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Gjaldeyrismarkaður | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Krónumarkaður | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Raungengi | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Lífeyrissjóðir | Mánaðarleg | 6. mars | Janúar 2025 | 4. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Greiðslujöfnuður við útlönd | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlendar skuldir | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlend staða þjóðarbúsins | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfjórðungur 2024 | 6. júní | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja |