Fara beint í Meginmál

Raungengi er birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.

Raungengi íslensku krónunnar er birt í byrjun hvers mánaðar og eru aðgengileg á mánaðarlegri, ársfjórðungslegri og árlegri tíðni  frá árinu 1980 m.v. hlutfallslegt verðlag og frá árinu 1991 m.v. hlutfallslegan launakostnað.

Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is

Ítarleg gögn fyrir raungengi má nálgast á tímaraðaformi í Gagnabankanum

Þróun raungengis

Gögnum um raungengi  er safnað í því skyni að fylgjast með þróun raungengis íslensku krónunnar. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.

Lagagrundvöllur

Gagnasöfnunin fer fram á grundvelli 32. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Í samræmi við 41. gr. laganna hefur Seðlabankinn heimild að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda.

Raungengi

Raun­gengi er skil­greint sem hlut­fallsleg þróun verð­lags eða launa­kostn­aðar á fram­leidda einingu í heimalandi annars vegar og í viðskipta­lönd­unum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjald­miðli og birt sem vísi­tala.

Gögn fyrir raungengi byggjast á opinberri gengisskráningu og neysluverðsvísitölum/vísitölum launakostnaðar á framleidda einingu fyrir Ísland og helstu viðskiptalönd Íslands samkvæmt vægi þeirra í utanríkisviðskiptum (þröngri viðskiptavog). Grunnár vísitölu raungengis er 2005 (ársmeðaltal 2005 = 100).

Vísitölur raungengis eru miðaðar við:

  • Hlut­falls­legt neyslu­verð: Neysluverð á Íslandi í hlutfalli við neysluverð erlendis, reiknað í sama gjaldmiðli.
  • Hlutfallslegur launakostnaður: Launakostnaður á framleidda einingu á Íslandi í hlutfalli við launakostnað á framleidda einingu erlendis, reiknaður í sama gjaldmiðli.

Endurskoðun gagna

Nýjustu tölur eru ávallt bráðabirgðatölur.

Raungeng er endurreiknað þegar ný gögn varðandi þróun verðlags og launakostnaðar á framleidda einingu í helstu viðskiptalöndum Íslands berast. Útreikningar á raungengi eru uppfærðir mánaðarlega til þess að taka inn breytingar jafn óðum og þær berast.

Opinber birting gengis- og neysluverðsvísitalna er endanleg birting en vísitölur launakostnaðar á framleidda einingu taka jafnan breytingum sögulega í samræmi við endurskoðun á þjóðhagsreikningum Íslands og viðskiptalandanna. Stundum þarf að áætla gögn frá viðskiptalöndum þar sem þau hafa ekki borist í tæka tíð. Þegar þjóðhagsspá Seðlabankans liggur fyrir, er unnt að birta nýtt ársfjórðungsgildi fyrir raungengi m.v. hlutfallslegan launakostnað. Þetta gildi er svo uppfært í næstu birtingu raungengis eftir að þjóðhagsreikningar hafa verið gefnir út á vef Hagstofu Íslands.

Raungengi

Raungengi er skilgreint sem hlutfallsleg þróun verðlags eða launakostnaðar á framleidda einingu í heimalandi annars vegar og í viðskiptalöndunum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli og birt sem vísitala. Gögn byggjast á opinberri gengisskráningu og neysluverðsvísitölum/vísitölum launakostnaðar á framleidda einingu fyrir Ísland og helstu viðskiptalönd Íslands samkvæmt vægi þeirra í utanríkisviðskiptum (þröngri viðskiptavog). Grunnár vísitölu raungengis er 2005 (ársmeðaltal 2005 = 100).

Hlutfallslegt neysluverð
Hlutfallslegt neysluverð er skilgreint sem neysluverð á Íslandi í hlutfalli við neysluverð erlendis, reiknað í sama gjaldmiðli.
Aðilar á millibankamarkaði með krónur senda Seðlabankanum tilkynningar um samninga jafnóðum og þeir hafa átt sér stað. Gögnin byggjast því á raunverulegum viðskiptum milli aðila.

Hlutfallslegur launakostnaður
Hlutfallslegur launakostnaður er skilgreindur sem launakostnaður á framleidda einingu á Íslandi í hlutfalli við launakostnað á framleidda einingu erlendis, reiknaður í sama gjaldmiðli.

Viðburðir framundan

Sjá allt
raungengi
08. ágúst
9:00
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Júlí 2025
raungengi
09. september
9:00
Uppfærslutíðni: Mánaðarleg - Ágúst 2025
Hagtölur
TitillTíðniNýjastTímabilNæstFlokkurGagnabanki
GreiðslumiðlunMánaðarleg16. júlíJúní 202515. ágústMarkaðir
GjaldeyrisforðiMánaðarleg15. júlíJúní 202518. ágústGreiðslujöfnuður við útlönd
RaungengiMánaðarleg8. júlíJúní 20258. ágústMarkaðir
GjaldeyrismarkaðurMánaðarleg8. júlíJúní 20258. ágústMarkaðir
KrónumarkaðurMánaðarleg8. júlíJúní 20258. ágústMarkaðir
Efnahagur Seðlabanka ÍslandsMánaðarleg7. júlíJúní 20258. ágústEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
LífeyrissjóðirMánaðarleg4. júlíMaí 20257. ágústEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
VerðbréfafjárfestingMánaðarleg30. júníMaí 202529. júlíGreiðslujöfnuður við útlönd
Staða markaðsverðbréfaMánaðarleg30. júníMaí 202531. júlíMarkaðir
Önnur fjármálafyrirtækiMánaðarleg27. júníMaí 202528. júlíEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðirMánaðarleg27. júníMaí 202528. júlíEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Lánasjóðir ríkisinsMánaðarleg27. júníMaí 202528. júlíEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
InnlánsstofnanirMánaðarleg25. júníMaí 202525. júlíEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Útboð verðbréfaMánaðarleg20. júníMaí 202518. júlíMarkaðir
TryggingafélögMánaðarleg19. júníApríl 202518. júlíEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækjaÁrsfjórðungsleg6. júní1. ársfjórðungur 20258. septemberEfnahagsreikningar fjármálafyrirtækja
Erlendar skuldirÁrsfjórðungsleg5. júní1. ársfj. 20254. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Erlend staða þjóðarbúsinsÁrsfjórðungsleg5. júní1. ársfj. 20254. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Greiðslujöfnuður við útlöndÁrsfjórðungsleg5. júní1. ársfj. 20254. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd
Bein fjárfestingÁrleg20. mars2023 uppfærsla19. septemberGreiðslujöfnuður við útlönd