Raungengi er birt mánaðarlega eftir fyrirfram ákveðinni birtingaráætlun kl. 09:00 á birtingardegi.
Raungengi íslensku krónunnar er birt í byrjun hvers mánaðar og eru aðgengileg á mánaðarlegri, ársfjórðungslegri og árlegri tíðni frá árinu 1980 m.v. hlutfallslegt verðlag og frá árinu 1991 m.v. hlutfallslegan launakostnað.
Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is
Gögnum um raungengi er safnað í því skyni að fylgjast með þróun raungengis íslensku krónunnar. Seðlabankinn nýtir gögnin jafnframt í starfsemi sinni.
Lagagrundvöllur
Gagnasöfnunin fer fram á grundvelli 32. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Í samræmi við 41. gr. laganna hefur Seðlabankinn heimild að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda.
Raungengi
Raungengi er skilgreint sem hlutfallsleg þróun verðlags eða launakostnaðar á framleidda einingu í heimalandi annars vegar og í viðskiptalöndunum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli og birt sem vísitala.
Gögn fyrir raungengi byggjast á opinberri gengisskráningu og neysluverðsvísitölum/vísitölum launakostnaðar á framleidda einingu fyrir Ísland og helstu viðskiptalönd Íslands samkvæmt vægi þeirra í utanríkisviðskiptum (þröngri viðskiptavog). Grunnár vísitölu raungengis er 2005 (ársmeðaltal 2005 = 100).
Vísitölur raungengis eru miðaðar við:
- Hlutfallslegt neysluverð: Neysluverð á Íslandi í hlutfalli við neysluverð erlendis, reiknað í sama gjaldmiðli.
- Hlutfallslegur launakostnaður: Launakostnaður á framleidda einingu á Íslandi í hlutfalli við launakostnað á framleidda einingu erlendis, reiknaður í sama gjaldmiðli.
Endurskoðun gagna
Nýjustu tölur eru ávallt bráðabirgðatölur.
Raungeng er endurreiknað þegar ný gögn varðandi þróun verðlags og launakostnaðar á framleidda einingu í helstu viðskiptalöndum Íslands berast. Útreikningar á raungengi eru uppfærðir mánaðarlega til þess að taka inn breytingar jafn óðum og þær berast.
Opinber birting gengis- og neysluverðsvísitalna er endanleg birting en vísitölur launakostnaðar á framleidda einingu taka jafnan breytingum sögulega í samræmi við endurskoðun á þjóðhagsreikningum Íslands og viðskiptalandanna. Stundum þarf að áætla gögn frá viðskiptalöndum þar sem þau hafa ekki borist í tæka tíð. Þegar þjóðhagsspá Seðlabankans liggur fyrir, er unnt að birta nýtt ársfjórðungsgildi fyrir raungengi m.v. hlutfallslegan launakostnað. Þetta gildi er svo uppfært í næstu birtingu raungengis eftir að þjóðhagsreikningar hafa verið gefnir út á vef Hagstofu Íslands.
Raungengi
Raungengi er skilgreint sem hlutfallsleg þróun verðlags eða launakostnaðar á framleidda einingu í heimalandi annars vegar og í viðskiptalöndunum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli og birt sem vísitala. Gögn byggjast á opinberri gengisskráningu og neysluverðsvísitölum/vísitölum launakostnaðar á framleidda einingu fyrir Ísland og helstu viðskiptalönd Íslands samkvæmt vægi þeirra í utanríkisviðskiptum (þröngri viðskiptavog). Grunnár vísitölu raungengis er 2005 (ársmeðaltal 2005 = 100).
Hlutfallslegt neysluverð
Hlutfallslegt neysluverð er skilgreint sem neysluverð á Íslandi í hlutfalli við neysluverð erlendis, reiknað í sama gjaldmiðli.
Aðilar á millibankamarkaði með krónur senda Seðlabankanum tilkynningar um samninga jafnóðum og þeir hafa átt sér stað. Gögnin byggjast því á raunverulegum viðskiptum milli aðila.
Hlutfallslegur launakostnaður
Hlutfallslegur launakostnaður er skilgreindur sem launakostnaður á framleidda einingu á Íslandi í hlutfalli við launakostnað á framleidda einingu erlendis, reiknaður í sama gjaldmiðli.
Viðburðir framundan
Titill | Tíðni | Nýjast | Tímabil | Næst | Flokkur | Gagnabanki |
---|---|---|---|---|---|---|
Verðbréfafjárfesting | Mánaðarleg | 31. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Staða markaðsverðbréfa | Mánaðarleg | 31. mars | Febrúar 2025 | 30. apríl | Markaðir | |
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 28. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Önnur fjármálafyrirtæki | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Lánasjóðir ríkisins | Mánaðarleg | 27. mars | Febrúar 2025 | 29. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Innlánsstofnanir | Mánaðarleg | 25. mars | Febrúar 2025 | 25. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Útboð verðbréfa | Mánaðarleg | 21. mars | Febrúar 2025 | 25. apríl | Markaðir | |
Bein fjárfesting | Árleg | 20. mars | 2023 uppfærsla | 19. september | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Greiðslumiðlun | Mánaðarleg | 17. mars | Febrúar 2025 | 16. apríl | Markaðir | |
Tryggingafélög | Mánaðarleg | 17. mars | Janúar 2025 | 23. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Gjaldeyrisforði | Mánaðarleg | 14. mars | Febrúar 2025 | 15. apríl | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Efnahagur Seðlabanka Íslands | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 7. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Gjaldeyrismarkaður | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Krónumarkaður | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Raungengi | Mánaðarleg | 7. mars | Febrúar 2025 | 8. apríl | Markaðir | |
Lífeyrissjóðir | Mánaðarleg | 6. mars | Janúar 2025 | 4. apríl | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja | |
Greiðslujöfnuður við útlönd | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlendar skuldir | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Erlend staða þjóðarbúsins | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfj. 2024 | 5. júní | Greiðslujöfnuður við útlönd | |
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja | Ársfjórðungsleg | 6. mars | 4. ársfjórðungur 2024 | 6. júní | Efnahagsreikningar fjármálafyrirtækja |