Af hverju á bankinn gull?
Hvar er gull Seðlabankans geymt?
Gullforði Seðlabankans hefur í áratugi verið geymdur í Englandsbanka og um tíma var gullið leigt út samkvæmt sérstökum samningum. Seðlabankinn á um 160 gullstangir, sem hver er að rúmmáli um lítri og vegur um 12,5 kílógrömm að jafngildi 401 únsa hver stöng. Únsa (Troy-únsa) vegur 31,1 gramm. Virði gullsins var í árslok 2023 tæplega 18 milljarðar króna. Gullið reiknast sem hluti af gjaldeyrisforða Seðlabankans sem var þá um 790 milljarðar króna.