Meginmál
Efnahagsmál - 3 grein/greinar

Efnahagsmál lýsa því meðal annars hvernig við notum vinnuafl okkar og ýmsar auðlindir til þess að framleiða vörur og þjónustu.

Hið opinbera hefur áhrif á gang efnahagsmála eftir tveimur meginleiðum. Annars vegar í gegnum ríkisfjármál og lagasetningu Alþingis og hins vegar hefur ríkisvaldið útvistað því til Seðlabankans að sinna tilteknum þáttum peninga- og fjármála.

Fjármál ríkisins fjalla að stórum hluta um það hvernig ríkið fær tekjur af sköttum sem lagðir eru á laun fólks, ýmsa framleiðslu og fleira og síðan hvernig þeim tekjum sem ríkið fær með þeim og öðrum hætti, svo sem lánum, er ráðstafað, í útgjöld fyrir ýmis velferðarmál, öryggismál og framkvæmdir á vegum hins opinbera.