Fjármál ríkisins fjalla að stórum hluta um það hvernig ríkið fær tekjur af sköttum sem lagðir eru á laun fólks, ýmsa framleiðslu og fleira og síðan hvernig þeim tekjum sem ríkið fær með þeim og öðrum hætti, svo sem lánum, er ráðstafað, í útgjöld fyrir ýmis velferðarmál, öryggismál og framkvæmdir á vegum hins opinbera.