Meginmál
Vextir - 3 grein/greinar

Meginvextir (stundum kallaðir stýrivextir) Seðlabankans eru þeir vextir í viðskiptum við lánastofnanir sem ráða mestu um framvindu skammtímavaxta á markaði og þar með aðhaldsstigi peningastefnunnar.

Hærri vextir Seðlabankans leiða almennt til aukins sparnaðar, minni lántöku, minni neyslu og fjárfestingar og þar með til minni eftirspurnar eftir vöru og þjónustu sem ætti að leiða til minni verðbólgu en ella.

Vextir heita ýmsum nöfnum allt eftir því við hvað þeir eru miðaðir. Allt eru þeir samt verð á peningum, þ.e. það verð sem greitt er fyrir afnot af peningum í tiltekinn tíma.