Meginmál
Fjármálastöðugleiki - 7 grein/greinar

Í fjármálastöðugleika er fjármagn tryggt og fjármálakerfið miðlar lánsfé og greiðslum með viðhlítandi hætti.

Bankar og sparisjóðir gegna lykilhlutverki í hverju samfélagi. Þeir miðla fjármunum frá þeim sem spara peninga til þeirra sem vilja taka lán, hvort sem er til að fjárfesta í húsnæði, kaupa bíl eða stofna fyrirtæki.

Tilgangur reglnanna er að varðveita fjármálastöðugleika og efla meðal annars styrk lánveitenda og lántakenda til að takast á við sveiflur og áföll í hagkerfinu.

Fjármálastöðugleikanefnd tekur ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands til að stuðla að og treysta fjármálastöðugleika.

Þjóðhagsvarúð snýr að því að varðveita stöðugleika fjármálakerfisins í heild með því að takmarka ýmiss konar áhættu í kerfinu.

Skilavald er stjórnsýsluvald til að grípa til aðgerða og sinna undirbúningi og framkvæmd skilameðferðar lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

Peningar á bankareikningum eru tryggðir upp að vissu marki. Tryggingarverndin er allt að um það bil 15 m.kr. eða allt að 100.000 evrum að vissum skilyrðum uppfylltum.