Verðbólgu má skilgreina sem stöðuga hækkun verðlags yfir ákveðinn tíma. Þegar talað er um verðlag er átt við meðalverð vöru og þjónustu á markaði, verð á eins konar neyslukörfu sem Hagstofa Íslands skilgreinir fyrir heimili, ekki verð á einstakri vöru eða tegund þjónustu.