Deild viðskiptahátta er hluti af fjármálaeftirliti Seðlabankans og hefur eftirlit með viðskiptaháttum eftirlitsskylda aðila, þ.m.t. fjárfestavernd og málefnum neytenda. Deildin sinnir einnig upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Markmið eftirlits með viðskiptaháttum er að tryggja að eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir séu stundaðir á fjármálamarkaði og að stuðla að fagmennsku, sanngirni og heiðarleika við veitingu þjónustu á fjármálamarkaði í því skyni að efla fjárfesta- og neytendavernd.
Undir viðskiptahætti fellur m.a. upplýsingagjöf viðskiptavina, ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra, flokkun viðskiptavina, skráning og varðveisla gagna, þ.m.t. símtala, og meðhöndlun kvartana. Þar af leiðandi geta hvers kyns samskipti milli fyrirtækja og viðskiptavina eða hugsanlegra viðskiptavina sem varða veitingu fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi fallið undir viðskiptahætti.
Á neytendasíðu Seðlabankans má finna gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur og hlutverk Seðlabankans þegar kemur að neytendavernd: Neytendur