Fjármálaeftirlitsnefnd tekur ýmsar ákvarðanir er varða fjármálaeftirlit svo sem um beitingu viðurlaga. Þá setur nefndin stefnu um beitingu stjórnsýsluviðurlaga og þvingunarúrræða og skal veita umsögn um stefnumarkandi áherslur í fjármálaeftirliti. Í nefndinni sitja seðlabankastjóri, tveir varaseðlabankastjórar og þrír utanaðkomandi sérfræðingar.
Fjármálaeftirlitsnefnd var þannig skipuð í árslok 2024: Ásgeir Jónsson formaður (situr fyrir miðju á mynd), Björk Sigurgísladóttir, staðgengill formanns (situr lengst til vinstri á mynd), Tómas Brynjólfsson (situr lengst til hægri), Ásta Þórarinsdóttir (stendur lengst til vinstri á mynd), Gunnar Þór Pétursson (stendur fyrir miðju á mynd) og Erna Hjaltested (stendur til hægri á mynd).