Meginmál

Hvað er fjármálastöðugleiki?

Í fjármálastöðugleika felst að fjármálakerfi geti staðist áföll í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum, tryggt fjármagn, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.

Hvað gerir Seðlabankinn til að lágmarka áhættu í fjármálakerfinu?

  • Seðlabankinn setur fjármálafyrirtækjum ýmsar reglur, til viðbótar við þau lög og reglugerðir sem gilda um starfsemi þeirra, sem miða að því að draga úr áhættu.
  • Seðlabankinn fylgist vel með rekstri fjármálafyrirtækjanna til þess að skoða hvort einhver hætta geti verið yfirvofandi og bregst við ef þörf er talin á.
  • Sem dæmi um reglur má nefna reglur um eigið fé og eiginfjárauka, gjaldeyrisjöfnuð, laust fé og stöðuga fjármögnun hjá fjármálafyrirtækjum og reglur sem takmarka áhættu sem lántakendur mega taka, svo sem takmarkanir á veðsetningarhlutföllum vegna húsnæðiskaupa og greiðslubyrði fasteignalána í hlutfalli við tekjur.