Meginmál

Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum er skráð um kl. 14:15 á mið-evrópskum tíma (e. Central European Time) á hverjum degi sem skipulegir gjaldeyrismarkaðir eru almennt starfandi.

Viðmiðunargengið er birt á heimasíðu Seðlabankans um kl. 16:00 á staðartíma hvern viðskiptadag.

Þegar sérstaklega stendur á getur Seðlabankinn tímabundið fellt niður skráningu á gengi krónunnar.