Að hanna og framleiða seðil er vandaverk
Það er talsvert verk að hanna og framleiða nýjan peningaseðil, hvað þá nýja seðlaröð. Það þarf að ákveða útlit, mynstur, myndir og koma fyrir atriðum til að auka öryggi í meðferð seðlanna og torvelda fölsun. Núverandi seðlaröð á Íslandi var sett í umferð í ársbyrjun 1981. Seðlabankinn undirbýr útgáfu seðla í samráði við viðkomandi ráðherra. Hönnun núgildandi seðlaraðar var í höndum Kristínar Þorkelsdóttur og Stephen Fairbairn.
Hver ákveður hvaða mynd er á peningaseðlunum?
Samkvæmt lögum hefur Seðlabanki Íslands einkarétt á að láta gera og gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út peninga úr málmi. Það er hins vegar sá ráðherra sem fer með málefni bankans sem ákveður, að fenginni tillögu Seðlabankans, gerð, lögun, útlit og verð peningaseðla sem bankinn lætur gera og gefur út. Seðlabankinn skal einnig láta slá peninga úr málmi til að fullnægja eðlilegri þörf á skiptimynt á hverjum tíma, en ráðherra þarf að samþykkja gerð þeirra og lögun.
Hvaða fólk er á myndunum á peningaseðlunum?
10.000 kr.
- Á framhlið tíu þúsund króna seðilsins er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, skáldi og náttúrufræðingi (1807-1845).
5.000 kr.
- Á fimm þúsund króna seðlinum er mynd af Ragnheiði Jónsdóttur hannyrðakonu (1646-1715), en þar er líka mynd af manni hennar, Gísla Þorlákssyni biskupi, og tveimur fyrri konum hans, Gróu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Á bakhlið seðilsins er mynd af Ragnheiði og tveimur hannyrðakonum.
2.000 kr.
- Á framhlið tvö þúsund króna seðilsins er mynd af Jóhannesi S. Kjarval listmálara (1885-1972).
1.000 kr.
- Þúsund króna seðillinn skartar mynd af Brynjólfi Sveinssyni biskupi (1605-1675) á framhlið.
500 kr.
- Á framhlið fimm hundruð króna seðilsins er svo mynd af Jóni Sigurðssyni, forseta Alþingis (1811-1879), og á bakhliðinni er mynd af Jóni við skriftir.
Eru peningarnir ekta?
Hvernig urðu peningaseðlar til í upphafi?
Þótt fyrstu peningaseðlarnir séu taldir hafa komið fram hjá Kínverjum á sjöundu öld eftir Krists burð er það ekki fyrr en forveri sænska seðlabankans, Stockholms Banco, gaf út seðla árið 1661 að seðlaútgáfa hefst eins og við þekkjum hana í dag.
Hún byrjaði þannig að fólk fór í bankann með koparplötur, greiðslumiðil þess tíma í Stokkhólmi, og fékk í staðinn seðla sem það gat notað á miklu handhægari hátt í viðskiptum en koparplöturnar, sem gátu verið þungar og stórar.
Þannig voru seðlarnir inneignarnóta á koparinn í bankanum og um leið skuld bankans við handhafa (eiganda) seðilsins.
Út frá þessu þróaðist nútíma seðlaútgáfa. Sænski seðlabankinn, Sveriges riksbank, var síðan stofnaður á grunni Stockholms Banco árið 1668 og telst vera elsti seðlabankinn.
Hvað er myntfræði?
Myntfræði fæst við hvers konar gjaldmiðil sem gefinn er út af fyrirtækjum og stofnunum. Enn fremur heyra til viðfangsefna myntfræðinnar skyldir hlutir, svo sem minnispeningar, heiðurspeningar og orður. Myntfræðin fæst við sögu og greiningu þessara viðfangsefna.
Myntfræði (numismatik, af gríska orðinu nomisma = mynt) er ein grein menningarsögu og mikilsverð stoðgrein annarra fræðigreina, svo sem almennrar sagnfræði og fornleifafræði, og er að ýmsu leyti skyld innsigla- og skjaldarmerkjafræði.
100 kr.
50 kr.
- kr.
5 kr.
1 kr.