Meginmál

Fjármál ríkisins fjalla að stórum hluta um það hvernig ríkið fær tekjur af sköttum sem lagðir eru á laun fólks, ýmsa framleiðslu og fleira og síðan hvernig þeim tekjum sem ríkið fær með þeim og öðrum hætti, svo sem lánum, er ráðstafað í útgjöld til ýmissa málaflokka, s.s velferðarmála, menntamála, öryggismála og framkvæmda á vegum hins opinbera. Þannig er stór hluti heilbrigðisþjónustu fjármagnaður með þessum hætti, hluti skólakerfisins, vegaframkvæmdir og fleira. Þegar talað er um ríkisfjármálastefnu er átt við þann ramma sem Alþingi setur ríkisstjórn og stofnunum ríkisins hverju sinni með fjármálastefnu, fjármálaáætlun og fjárlögum til einhvers tiltekins tíma.