Meginmál

Sparifé í formi inneignar á innlánsreikningum er tryggt upp að vissu marki í gegnum Tryggingarsjóð vegna fjármálafyrirtækja. Tryggingarhæfar innstæður hjá aðildarfyrirtækjum Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja, þ.e. innstæður sem eru ekki undanskildar tryggingarvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999, njóta tryggingarverndar upp að 100.000 evrum. Hrökkvi eignir innstæðudeildar ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna hjá aðildarfyrirtækjum, skal greiðslu úr deildinni skipt þannig milli kröfuhafa að þeir fái bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir deildarinnar hrökkva til.