Meginmál

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn mars 2025

Stríðsátök geisa áfram í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Víða í nágrannalöndum Íslands hefur pólitísk óvissa aukist og vaxandi spennu gætir í samskiptum þjóða. Mörg ríki Evrópu hafa aukið útgjöld til varnarmála á síðustu mánuðum og þar er búist við áframhaldandi hallarekstri hins opinbera. Aukin áhersla er á verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, sem ýtir enn frekar undir brotamyndun í alþjóðastjórnmálum, truflar framboðskeðjur, eykur viðskiptakostnað, truflar verðmyndun á mörkuðum og hefur neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Til lengri tíma getur hægt á vexti framleiðslugetu heimsbúskapsins. Viðbúið er að áhrifin nái hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti, meðal annars með minni efnahagsumsvifum og minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

27. mars 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

74 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Eiginfjárkröfur banka stuðla að stöðugleika

Við ákvörðun um hversu miklar kröfur skuli gera til fjármálafyrirtækja um eigið fé þarf að feta einstigi milli þess að hamla ekki um of getu þeirra til að fjármagna hagkerfið með hagkvæmum hætti og þeirrar staðreyndar að kostnaður við fjármálaáföll er að öllu jafna verulegur og ætti að greiðast af þeim sem til áhættunnar stofna.

5. mars 2025

Breytingar á lánaumhverfi heimila

Síðastliðið haust þrengdu stóru viðskiptabankarnir lántökuskilyrði verðtryggðra íbúðalána. Þessi þrenging ásamt auknum skorðum Seðlabankans á lántöku heimila þar sem hámark veðsetningarhlutfalls hefur verið lækkað og hámark sett á greiðslubyrði í hlutfalli við ráðstöfunartekjur eru einar stærstu breytingar á lánaumhverfi heimila á síðustu árum.

6. febrúar 2025

Peningamál í hnotskurn febrúar 2025

Greinin birtist fyrst í Peningamálum 2025/1

5. febrúar 2025

Ný aðferð við að reikna húsnæðislið vísitölu neysluverðs

Hagstofa Íslands reiknar út vísitölu neysluverðs. Henni er ætlað að mæla verðbreytingar neysluútgjalda heimila í landinu. Hluti þessara neysluútgjalda endurspeglar kaup á húsnæðisþjónustu, þ.e. þá neyslu sem fylgir að búa í húsnæði.

9. desember 2024

Peningamál í hnotskurn

Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hefur þróast í takt við það sem gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála og hagvaxtarhorfur hafa því lítið breyst. Talið er að hagvöxtur aukist smám saman úr 1,4% í ár í 1,7% árið 2026. Sem fyrr vegur kröftugur hagvöxtur í Bandaríkjunum þungt en hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu eru áfram tiltölulega daprar. Alþjóðleg verðbólga hefur haldið áfram að minnka. Hún var 2,2% að meðaltali á þriðja fjórðungi þessa árs en líkt og í ágúst er gert ráð fyrir að hún verði komin niður í 2% seint á næsta ári.

21. nóvember 2024

„Flaggskip“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins – staða og horfur í efnahagsmálum, fjármálastöðugleika og ríkisfjármálum

Helstu reglulegu útgáfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru gjarnan kallaðar flaggskip sjóðsins (Flagship Publications). Þær eru World Economic Outlook, Global Financial Stability Report og Fiscal Monitor og kynna mat sjóðsins á stöðu og horfum í efnahagsmálum, fjármálastöðugleika og ríkisfjármálum á heimsvísu auk þess að innihalda þjóðhagsspá sjóðsins. Ritin eru gefin út tvisvar á ári samhliða vor- og ársfundum sjóðsins. Hér að neðan er stutt samantekt á meginefni ritanna sem voru gefin út á ársfundi sjóðsins í október 2024.

7. nóvember 2024

Húsnæðisframboð, húsnæðiseftirspurn og fjármálastöðugleiki

Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur aukist mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarinn áratug. Margt er þar að baki en þyngst vega hækkandi meðalráðstöfunartekjur heimila og mikill vöxtur í vinnuaflsfrekum atvinnugreinum, sem hefur að miklu leyti verið mætt með aðflutningi fólks á vinnualdri. Einnig skipta máli lýðfræðilegir þættir eins og öldrun þjóðarinnar og breytt fjölskylduform þar sem fleiri búa nú einir og fleiri eru barnlausir en áður tíðkaðist. Sú þróun ýtir undir eftirspurn, að fólksfjöldanum gefnum.

9. október 2024

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Seðlabankar víða erlendis hafa slakað varfærnislega á peningalegu aðhaldi eftir að verðbólga tók að nálgast markmið á ný og hægja tók á efnahagslegum umsvifum. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur er þó áfram mikil. Hér á landi hefur verðbólga verið þrálát. Hægt hefur á efnahagsumsvifum það sem af er ári enda peningalegt aðhald þó nokkurt. Raunvextir, ekki síst til skemmri tíma, hafa hækkað á ný að undanförnu. Áhrif þessa á eignamörkuðum, ekki síst fasteignamarkaði, hafa enn sem komið er verið takmörkuð.

26. september 2024

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa lítið breyst frá því í maíspá Peningamála. Talið er að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum verði að meðaltali 1,3% í ár en þokist upp í liðlega 1½% á næstu tveimur árum. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur þó aukist. Alþjóðleg verðbólga hefur minnkað áfram það sem af er ári og fleiri seðlabankar iðnríkja eru teknir að lækka vexti. Eins og í maí er talið að verðbólga haldi áfram að hjaðna í helstu iðnríkjum og verði komin í markmið á seinni hluta næsta árs.

22. ágúst 2024

Nýleg endurskoðun á sögulegum hagtölum

Nýlega birti Hagstofa Íslands endurmat á þjóðhagsreikningum fyrir árin 2020-2022 og á mannfjöldatölum frá árinu 2010. Eins og nánar er rakið í rammagrein 2 í Peningamálum 2024/2 setur þessi mikla endurskoðun hagþróun síðustu ára í nýtt ljós.

30. maí 2024

Peningamál í hnotskurn

Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa lítið breyst frá því í febrúar. Hagvöxtur í Bandaríkjunum heldur áfram að koma á óvart en í flestum Evrópuríkjum mælist enn lítill vöxtur. Talið er að hagvöxtur í viðskiptalöndum verði 1,2% að meðaltali í ár en þokist upp í liðlega 1½% á næstu tveimur árum. Verðbólga í viðskiptalöndum minnkaði mikið í fyrra en hægt hefur á hjöðnun hennar í ár. Líkt og í febrúar er gert ráð fyrir að hún verði 2,5% í ár og hjaðni svo í 2% undir lok næsta árs.

13. maí 2024

Á tímum fjórðu iðnbyltingar og gervigreindar

Hugtakið fjórða iðnbyltingin kom fyrst inn í almenna málnotkun í ársbyrjun 2016. Það vísar til tækniframfara sem átt hafa sér stað undanfarin ár og sem vænta má í náinni framtíð og tengjast einkum aukinni sjálfvirknivæðingu og fyrirbærum eins og gervigreind, vélmennum, sjálfkeyrandi farartækjum og Interneti hlutanna (e. Internet of Things, IoT).

22. apríl 2024

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Aðhald peningastefnunnar hefur aukist á undanförnum mánuðum, bæði hér á landi og erlendis, með minnkandi verðbólgu en óbreyttu vaxtastigi. Væntingar eru um að vextir hafi náð hámarki og bendir þróun á eignamörkuðum til aukinnar bjartsýni fjárfesta.

14. mars 2024

Undirliggjandi verðbólga – hvað er það?

Eitt af lögbundnum markmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Það er nánar útfært í yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnar um verðbólgumarkmið frá árinu 2001 þannig að Seðlabankinn muni stefna að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) á 12 mánuðum, verði sem næst 2½%.

26. febrúar 2024

Peningamál í hnotskurn

Hagvöxtur hélt áfram að gefa eftir í helstu viðskiptalöndum er leið á síðasta ár. Hagvaxtarhorfur hafa heldur versnað frá því í nóvember í flestum þeirra utan Bandaríkjanna en þar hefur hagvöxtur verið umfram væntingar. Alþjóðleg verðbólga hefur minnkað áfram og undirliggjandi verðbólga einnig en þó hægar. Stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs gætu hægt á hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu, m.a. í ljósi hækkunar flutningskostnaðar undanfarið.

8. febrúar 2024

Upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar

Með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar öðluðust tvær reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins lagagildi hér á landi hinn 1. júní 2023. Annars vegar er um að ræða reglugerð (ESB) 2019/2088 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR-reglugerðin) og hins vegar (ESB) 2020/852 um að koma á ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (flokkunarreglugerðin). Seðlabankinn hefur eftirlit með hlítni eftirlitsskyldra aðila við lögin.

15. janúar 2024

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegur hagvöxtur hefur gefið eftir í kjölfar mikilla kostnaðarhækkana og hækkunar framfærslukostnaðar heimila. Líkt og í ágúst er spáð að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum verði um 1% í ár og á næsta ári. Horfur eru jafnframt á áframhaldandi hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu. Undirliggjandi verðbólga hefur þó minnkað hægar og útlit fyrir að vextir helstu seðlabanka heimsins haldist áfram háir.

22. nóvember 2023

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Aðhald peningastefnunnar hefur að undanförnu verið hert frekar, bæði hér á landi og erlendis, til að vinna gegn þrálátri verðbólgu. Aukið aðhald hefur hægt á hagkerfum heimsins sem meðal annars hefur komið fram í lækkandi eignaverði. Einnig hefur hægt á hagvexti hér á landi en hann er þó enn umtalsverður, enda mikil eftirspurn eftir helstu útflutningsafurðum Íslands. Hagvaxtarhorfur hafa versnað og spár benda til að það dragi úr hagvexti á seinni hluta þessa árs og því næsta.

21. september 2023

Af hverju taka ekki allir þátt? - Greining á þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði

Rannsókn okkar á þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði sýndi að kyn, tekjur, menntun og ríkisfang hafa áhrif á það hversu líklegt er að fólk taki þátt. Konur taka meiri þátt en karlar og þá er þátttakan meiri hjá þeim sem eru með hærri tekjur og meiri menntun.

7. september 2023

Peningamál í hnotskurn

Hægt hefur á hagvexti í helstu viðskiptalöndum Íslands en þó minna en gert var ráð fyrir í maíspá Peningamála. Horfur eru þó áfram á litlum hagvexti í ár og á næsta ári eða um 1% á ári. Lækkun orkuverðs gerir það að verkum að almenn verðbólga hefur minnkað í þróuðum ríkjum en undirliggjandi verðbólga hefur reynst mun þrálátari þrátt fyrir töluverða hækkun vaxta helstu seðlabanka heimsins.

23. ágúst 2023

Heimsfaraldur og húsnæðisverð á Íslandi

Í kjölfar þess að heimsfaraldurinn knúði dyra hér á landi í upphafi árs 2020 hélt Seðlabankinn áfram að lækka vexti en þó í stærri skrefum en í lækkunarferlinu sem hófst árið áður. Tilgangurinn var að örva eftirspurn í hagkerfinu og vega þannig á móti neikvæðum efnahagsáhrifum sem hlutust af sóttvarnaraðgerðum í faraldrinum.

16. ágúst 2023

Mat á styrk og heilbrigði fjármálakerfisins

Í samtengdu og víðfeðmu alþjóðlegu fjármálakerfi er mikilvægt að tryggja stöðugleika þess og viðnámsþrótt. Til að vinna að þessu markmiði hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (International Monetary Fund, IMF) þróað úttekt til að meta styrk og heilbrigði fjármálakerfa einstakra landa. Úttekt sjóðsins kallast Financial Sector Assessment Program (FSAP) og gegnir hún mikilvægu hlutverki við að standa vörð um styrk og stöðugleika alþjóðlega fjármálakerfisins.

31. júlí 2023

Greiðslubyrði heimila

Vaxandi greiðslubyrði heimila af fasteignalánum, samhliða hækkandi meginvöxtum Seðlabankans, er um þessar mundir áberandi umfjöllunarefni í opinberri umræðu. Þetta er mikilvæg umræða og nauðsynlegt að hún sé byggð á hlutlægum gögnum um greiðslubyrði og stöðu heimila. Enda skiptir fjárhagsstaða heimila verulegu máli fyrir fjármálastöðugleika.

19. júní 2023

Hlutverk og starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gjarnan skipt í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi eftirlit með efnahagsmálum aðildarlanda sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild, í öðru lagi lánveitingar til aðildarríkja í greiðsluerfiðleikum og í þriðja lagi tæknilega aðstoð við aðildarríkin. Þá hefur sjóðurinn lagt sífellt meiri áherslu á að veita tekjulægstu aðildarríkjunum bæði fjárhagslega og tæknilega aðstoð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið aðildarlöndum til aðstoðar með margvíslegum hætti á undanförnum árum, m.a. í kjölfar COVID-kreppunnar, með neyðarfjármögnun og sögulegri úthlutun sérstakra dráttarréttinda (SDR).

13. júní 2023

Gjaldeyrismarkaður á Íslandi

Mikilvægi gjaldeyrismarkaða og gengi gjaldmiðla verður seint of mikils metið. Gjaldeyrismarkaðir hafa það hlutverk að mynda verð á ólíkum gjaldmiðlum með tilliti til hver annars og auðvelda miðlun gjaldeyris milli þeirra sem vilja kaupa og selja – og greiða þannig götu milliríkjaviðskipta með vörur, þjónustu og fjármagn um allan heim. Á Íslandi fara fram skipti á íslenskum krónum fyrir erlendan gjaldeyri, en ekki er þó öllum ljóst hvernig innlendur gjaldeyrismarkaður virkar í reynd og hvernig gengi krónunnar er ákvarðað. Í þessari grein er grundvallaratriðum í umgjörð gjaldeyrisviðskipta hér á landi lýst.

2. júní 2023

Peningamál í hnotskurn

Þótt hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hafi gefið eftir undanfarið hefur hann reynst þróttmeiri en gert var ráð fyrir í febrúarspá Peningamála. Hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár hafa því heldur batnað. Áfram er þó gert ráð fyrir slökum hagvexti í ár og á næsta ári eða um 1% að meðaltali á ári. Alþjóðleg verðbólga hefur hjaðnað en undirliggjandi verðbólga er áfram mikil sem bendir til þess að enn sé nokkuð í land að koma mældri verðbólgu niður í markmið.

24. maí 2023

Stefna í fjármálaeftirliti birt

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands samþykkti á fundi sínum í nóvember síðastliðnum Stefnu í fjármálaeftirliti. Peningastefnunefnd hefur einnig birt Stefnu í peningamálum og fjármálastöðugleikaráð birt Opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Að stuðla að traustum og öruggum fjármálamarkaði er eitt þeirra meginmarkmiða sem Seðlabankanum hefur verið falið í lögum. Stefna í fjármálaeftirliti lýsir undirstöðuatriðum og nálgun fjármálaeftirlits Seðlabanka við að ná þessu markmiði. Þar má ekki missa sjónar á því að meginmarkmið opinbers eftirlits með fjármálakerfinu er að draga úr líkum á að starfsemi eftirlitsskyldra aðila leiði til tjóns fyrir almenning og fjármálamarkaðurinn njóti traust til að gegna þjóðhagslegu hlutverki sínu.

21. apríl 2023

Af hverju eru vextir hærri hér á landi en í flestum öðrum þróuðum ríkjum?

Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði vexti enn frekar um miðjan mars sl. Meginvextir bankans fóru við það í 7,5% en voru tæplega 3% fyrir einu ári síðan.

3. apríl 2023

Stefna í peningamálum birt í fyrsta sinn - formfesting og aukið gagnsæi peningastefnunnar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samþykkti á fundi nefndarinnar í nóvember 2022 Stefnu í peningamálum.

28. mars 2023

Peningamál í hnotskurn

Þótt heldur hafi dregið úr svartsýni í alþjóðlegum efnahagsmálum eru hagvaxtarhorfur í þróuðum ríkjum áfram lakar. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum verði einungis 0,6% í ár sem er langt undir meðalhagvexti undanfarinna áratuga. Alþjóðleg verðbólga er áfram mikil þótt hún hafi hjaðnað frá því sem hún var mest í fyrra. Horfur eru á að það taki nokkurn tíma að koma henni í markmið enda er undirliggjandi verðbólga enn mikil.

10. febrúar 2023

Af hverju hefur Seðlabankinn verið að hækka vexti?

Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði vexti enn frekar um miðjan nóvember sl., þá um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans fóru við það í 6% en þeir voru 2% í fyrir einu ári síðan.

18. janúar 2023

Af hverju hafa sveiflur í verðbólgu aukist á ný?

Eins og rakið er í rammagrein 2 í Peningamálum 2022/4 hefur verðbólga aukist hratt undanfarið ár, verðbólguvæntingar hækkað og kjölfesta þeirra í verðbólgumarkmiði Seðlabankans veikst. Sveiflur í verðbólgu hafa einnig aukist sem má aðallega rekja til aukinnar fylgni milli verðhækkana einstaka undirliða vísitölu neysluverðs.

19. desember 2022

Hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst?

Vísbendingar eru um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði Seðlabankans hafi veikst undanfarið eins og nánar er rakið í rammagrein 2 í Peningamálum 2022/4.

15. desember 2022

Hver yrðu möguleg áhrif þess ef orkukreppan í Evrópu dýpkar enn meira en nýjasta grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir?

Í þessari grein er fjallað stuttlega um fráviksspá sem birtist í nýjasta hefti Peningamála sem kom út 23. nóvember sl. þar sem lýst er mögulegum áhrifum þess að orkukreppan í Evrópu dýpkar enn meira en nú er gert ráð fyrir.

1. desember 2022

Áhætta fylgir viðskiptum með sýndareignir

Ásókn almennings í viðskipti með sýndareignir á borð við Bitcoin hefur verið talsverð. Nýleg könnun Seðlabanka Íslands leiddi í ljós að 8,7% svarenda höfðu fjárfest í sýndareignum og 13,4% svarenda töldu líklegt að þeir muni kaupa Bitcoin eða aðra tegund sýndareigna í framtíðinni.

29. nóvember 2022

Hver yrðu möguleg áhrif þess ef laun hækka meira en nýjasta grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir?

Í þessari grein er fjallað stuttlega um fráviksspá sem birtist í nýjasta hefti Peningamála sem kom út 23. nóvember sl. þar sem lýst er mögulegum áhrifum þess að laun hækki meira á næsta ári en nú er gert ráð fyrir (sjá rammagrein 1 í Peningamálum 2022/4).

28. nóvember 2022

Peningamál í hnotskurn

Þótt alþjóðlegur hagvöxtur hafi verið heldur meiri á fyrri hluta þessa árs en áður var áætlað eru vísbendingar um að hann hafi gefið meira eftir á seinni hluta ársins. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig versnað. Orkukreppan sem skall á í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu heldur áfram að dýpka og alþjóðleg verðbólga hefur aukist mikið. Framfærslukostnaður heimila og rekstrarkostnaður fyrirtækja hafa því hækkað verulega og fjármálaleg skilyrði versnað. Hagvaxtarhorfur fyrir helstu viðskiptalönd hafa því versnað enn frekar og á næsta ári er spáð minnsta hagvexti í helstu viðskiptalöndum frá árinu 2008 að frátöldum þeim samdrætti sem varð árið 2020 í kjölfar heimsfaraldursins.

23. nóvember 2022

Nóbelsverðlaun í hagfræði veitt fyrir rannsóknir á fjármálastöðugleika

Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2022 hlutu Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig, fyrir framlag til rannsókna á bönkum og fjármálakreppum. Konunglega sænska vísindaakademían tilkynnti um veitingu verðlaunanna mánudaginn 10. október síðastliðinn.

16. nóvember 2022

Neytendur og hættur á fjármálamarkaði

Undanfarin þrjú ár hafa einkennst af miklum sveiflum á fjármálamörkuðum. Þegar Covid faraldurinn skall á heimsbyggðinni af fullum þunga í mars 2020 lækkaði hlutabréfaverð verulega víða um heim, en náði sér fljótlega á strik og hækkaði mikið á seinni hluta árs 2020 og á árinu 2021. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 féll hins vegar verð hlutabréfa og skuldabréfa víðast hvar, m.a. vegna vaxandi verðbólgu, hækkandi vaxtastigs og áhrifa innrásar Rússlands í Úkraínu. Þá hafa sumar sýndareignir (e. crypto assets) orðið sérstaklega illa úti á árinu, t.d. lækkaði verð bitcoin um tæplega 60% á sama tímabili.

27. október 2022

Stýring loftslagsáhættu fjármálafyrirtækja

Þrátt fyrir að stutt sé síðan sum fjármálafyrirtæki fóru að stýra þeirri fjárhagslegu áhættu sem þau standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga (loftslagsáhætta) hefur nokkur þróun átt sér stað á því sviði. Í þessari grein er fjallað um hana.

20. október 2022

Netöryggismál í brennidepli á viðsjárverðum tímum

Netöryggismál eru hvarvetna í brennidepli en árlega valda tölvu- og netárásir almenningi, fyrirtækjum og stofnunum miklum fjárhagslegum skaða og óþægindum. Af skýrslum Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum, WEF) undanfarin ár má sjá að stofnunin metur netárásir meðal alvarlegustu ógna sem steðja að heimsbyggðinni. Kemur það vart á óvart enda sýna tölur að netárásum fjölgar stöðugt frá ári til árs bæði hér á landi og á heimsvísu.

30. september 2022

Markaðsaðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum eru krefjandi

Seðlabanki Íslands gaf í dag út ritið Fjármálastöðugleiki 2022/2. Ritið kemur út tvisvar á ári. Því er meðal annars ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um styrk- og veikleika fjármálakerfisins og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga.

28. september 2022

Mat á loftslagsáhættu

Þótt vísindamenn hafi lengi varað við áhættunni af loftslagsbreytingum er það einungis á síðari misserum sem samfélög og þjóðríki í heild sinni hafa farið að bregðast við áhættunni með markvissum hætti. Þar eru fjármálafyrirtæki engin undantekning.

5. júlí 2022

Þróun á húsnæðismarkaði og virkni lánþegaskilyrða

Þrátt fyrir hertar takmarkanir Seðlabankans á lánþegaskilyrðum og vaxtahækkanir hefur kerfisáhætta á húsnæðismarkaði aukist nokkuð síðustu misseri. Í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á þróunina á fasteignamarkaði út frá sjónarhóli kerfisáhættu og þjóðhagsvarúðar. Jafnframt verður fjallað um áhrif þeirra takmarkana sem lánþegaskilyrði fela í sér á fasteignalánamarkaðinn.

1. júlí 2022

Gagnvirkir Hagvísar og stafræn vegferð Seðlabankans

Hagvísar Seðlabanka Íslands eru gefnir út í dag í fyrsta sinn á gagnvirku formi. Með þessu er stigið tímamótaskref í stafrænni vegferð bankans í átt að bættri miðlun upplýsinga. Hagvísar voru fyrst gefnir út í upphafi árs 2002, þ.e. fyrir rúmlega tuttugu árum síðan, og hafa verið gefnir út í núverandi mynd síðan sumarið 2008 þar sem notendur hafa getað skoðað ritið á PDF-formi og sótt tímaraðir gagna í Excel-skjöl. Gagnvirkir Hagvísar eru framfaraskref sem gerir notendum þeirra kleift að vinna með gögn á aðgengilegri og auðveldari hátt en áður.

30. júní 2022

Umbrot á fjármálamarkaði kalla á nýjar áherslur við eftirlit

Fjármálamarkaðurinn einkennist nú af meiri og hraðari breytingum en oft áður. Ýmsir kraftar valda því samtímis að íslenski fjármálamarkaðurinn hefur breyst á undanförnum árum og er nú allt í senn alþjóðlegri, fjölbreyttari, flóknari og tæknivæddari en áður. Þessum breytingum fylgja margvíslegar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir neytendur og fyrirtæki.

16. júní 2022

Innlendar birgðir – týndi hlekkur íslenskra þjóðhagsreikninga?

Þjóðhagsreikningar Hagstofu Íslands taka saman og mæla umfang efnahagsumsvifa og eru ein mikilvægasta uppspretta upplýsinga um stöðu þjóðarbúsins sem liggja til grundvallar við mat á efnahagshorfum og við hagstjórnarákvarðanir.

14. júní 2022

Verðbólguhorfur hafa versnað og mikilvægt að bregðast ákveðið við

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum 4. maí sl. að hækka vexti bankans um 1 prósentu í 3,75%. Vextir eru því orðnir 1 prósentu hærri en þeir voru áður en COVID-19-faraldurinn barst til landsins í lok febrúar 2020. Þeir eru þó enn 0,75 prósentum lægri en þeir voru þegar vaxtalækkunarferlið hófst í maí 2019 vegna efnahagsáfalla sem þá dundu á þjóðarbúinu í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu eftir fall flugfélagsins WOW Air og minni útflutnings sjávarafurða vegna loðnubrests.

10. júní 2022

Aukin fylgni á verði innlendra og erlendra hlutabréfa

Það sem af er ári hefur verð hlutabréfa lækkað töluvert víða enda hefur vaxandi verðbólga og aukið peningalegt taumhald seðlabanka breytt umhverfi fjárfesta.

2. júní 2022

Af hverju er húsnæðiskostnaður hluti af vísitölu neysluverðs?

Húsnæðisverð hefur hækkað töluvert undanfarin misseri og nam árshækkun á landinu öllu rúmlega 19% í apríl sl. Skýringuna má m.a. rekja til lágra vaxta og mikillar hækkunar ráðstöfunartekna sem gerðu mörgum kleift að fjárfesta í húsnæði undanfarin ár.

25. maí 2022

Peningamál í hnotskurn

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, stiklar á stóru um efni nýútkominna Peningamála.

5. maí 2022

Aukin óvissa um þróunina næstu mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu

Seðlabanki Íslands gaf nýlega út ritið Fjármálastöðugleiki 2022/1. Ritið kemur út tvisvar á ári. Því er meðal annars ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um styrk- og veikleika fjármálakerfisins og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga.

17. mars 2022

Greiðsluráð – vettvangur fyrir greiðslumiðlun og fjármálainnviði

Undanfarin ár hafa Seðlabanki Íslands, kerfislega mikilvægir bankar og Reiknistofa bankanna unnið að endurskipulagningu fjármálainnviða, m.a. á grundvelli tillagna sem settar voru fram í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið frá 2018.1 Markmið endurskipulagningarinnar er að ná fram auknu öryggi, skilvirkni og hagkvæmni í rekstri og þróun sameiginlegra kerfa í fjármálakerfinu.

25. febrúar 2022

Peningamál í hnotskurn

Kröftugur efnahagsbati var í helstu viðskiptalöndum fram eftir síðasta ári. Bakslag í þróun farsóttarinnar og áframhaldandi neikvæð áhrif alþjóðlegra framboðshnökra gerðu það hins vegar að verkum að hægja tók á hagvexti undir lok ársins og enn frekar það sem af er nýju ári. Horfur eru því á heldur minni hagvexti í ár í helstu viðskiptalöndum en spáð var í Peningamálum í nóvember. Alþjóðleg verðbólga hefur jafnframt aukist mun meira en áður var spáð.

9. febrúar 2022

Til hvers eru aðgerðir gegn peningaþvætti?

Varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka gegna mikilvægu hlutverki við að stemma stigu við efnahagsbrotum og skipulagðri brotastarfsemi í samfélaginu.

1. febrúar 2022

Áhrif hækkunar lífaldurs á lífeyrisréttindi

Á síðustu áratugum hefur lífaldur í hinum vestræna heimi hækkað samhliða tækniframförum og bættum lífsgæðum. Þessi jákvæða þróun hefur í för með sér margs konar samfélagslegar áskoranir sem m.a. tengjast lífeyriskerfinu.

18. janúar 2022

Nóbelsverðlaun í hagfræði veitt fyrir nýjar aðferðir við að greina orsakasamband

Nóbelsverðlaun í hagfræði eru veitt fyrir framúrskarandi verk sem hafa mikla þýðingu á fræðasviðinu. Í ár fá þrír hagfræðingar verðlaunin fyrir að þróa nýjar aðferðir til að greina orsakasambönd í samfélaginu. Aðferðin sem verðlaunahafarnir þróuðu hefur verið kennd við náttúrulegar tilraunir (e. natural experiment). Hún felst í því að greina áhrif einstaks þáttar með því að skoða áhrifin þegar viðkomandi þætti er breytt fyrir einn hóp en ekki fyrir annan hóp sem gert er ráð fyrir að sé sambærilegur.

15. desember 2021

Hvað er peningaþvætti?

Í einföldu máli er talað um að þvætta peninga þegar illa fengið fé er látið líta út fyrir að vera löglega fengið. Tilgangur peningaþvættis er að fela slóð illa fengins fjár til þess að brotamenn geti nýtt þá í einkaneyslu eða fjárfestingar.

7. desember 2021

2020: Hverju var bankinn að spá?

„Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af áhrifum útbreiðslu nýrrar veirusýkingar í Kína hefur óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur minnkað frá því í nóvember…“. Þannig hljómaði fyrsta umfjöllun Seðlabankans um COVID-19-farsóttina sem birt var í febrúarhefti Peningamála í byrjun árs 2020. Fáa óraði þá fyrir hvaða afleiðingar farsóttin myndi hafa og að hún myndi lita alla efnahagsumfjöllun til dagsins í dag.

6. desember 2021

Hvað gera heimilin við hinn mikla sparnað sem hefur byggst upp í farsóttinni?

Sparnaður heimila jókst verulega í kjölfar þess að farsóttin barst til landsins snemma á síðasta ári. Óvissa um atvinnu- og efnahagshorfur jókst mikið og víðtækar sóttvarnaraðgerðir gerðu það að verkum að heimilin höfðu ekki aðgang að ýmiss konar þjónustu sem þau hefðu ella keypt.

26. nóvember 2021

Hver yrðu möguleg áhrif þess ef alþjóðlegar verðhækkanir reynast þrálátari en nýjasta grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir?

Alþjóðleg verðbólga hefur aukist töluvert undanfarið. Það má rekja til þess að eftirspurn hefur aukist hratt á sama tíma og flöskuhálsar hafa myndast í virðiskeðjum um allan heim vegna farsóttarinnar og ýmissa framboðsáfalla sem dunið hafa á heimsbúskapnum undanfarið ár.

24. nóvember 2021

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegur hagvöxtur reyndist meiri á fyrri árshelmingi en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála en útlit er fyrir að hann verði lakari á seinni hluta ársins. Þar vega þungt áhrif viðvarandi framboðshnökra sem koma m.a. fram í skorti á íhlutum í framleiðslu fjölda iðnvara og flöskuhálsum í vöruflutningum.

18. nóvember 2021

Almennir fjárfestar leita í áhættusamari eignir

Mikil breyting hefur orðið á þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. Hlutabréfaeign landsmanna hefur liðlega tvöfaldast milli áranna 2017 og 2020 og meðalfjöldi daglegra viðskipta á innlendum hlutabréfamarkaði hefur aukist verulega að undanförnu. Þá hefur metþátttaka verið í almennum útboðum hlutabréfa síðastliðin tvö ár. Lágt vaxtastig virðist hafa haft áhrif á eignadreifingu almennra fjárfesta. Hægt hefur á vexti heildareignar almennra fjárfesta í verðbréfasjóðum en töluverður vöxtur hefur orðið á heildareignum í sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta, sem almennt eru áhættusamari en verðbréfasjóðir.

9. nóvember 2021

Seðlabankar hafa hlutverki að gegna í loftslagsmálum

Network for Greening the Financial System (NGFS) er samtök seðlabanka og fjármálaeftirlita víða um heim sem hafa lýst vilja sínum til að stuðla að bestu framkvæmd áhættustýringar í fjármálageiranum á sviði loftslagsmála og að stuðla að sjálfbærri og umhverfisvænni fjárfestingu. Samtökin birtu í dag yfirlýsingu, NGFS Glasgow Declaration, í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Seðlabanki Íslands á aðild að NGFS og birti í dag ásamt öðrum meðlimum samtakanna yfirlýsingu til stuðnings markmiðum NGFS og setti einnig fram sín eigin markmið í tilefni af ráðstefnunni.

3. nóvember 2021

Ný lög um gjaldeyrismál - Höft afnumin en viðbúnaður áfram til staðar

Í sumar tóku gildi ný heildarlög um gjaldeyrismál nr. 70/2021. Með lögunum féllu brott eldri lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992, lög um krónueignir sem háðar eru sérstökum takmörkunum (aflandskrónur) nr. 37/2016 sem og ýmsar reglur og reglugerðir sem tengdust fjármagnshöftum. Lögin marka þáttaskil, en með þeim eru síðustu takmarkanir fjármagnshafta sem voru í gildi frá efnahagsáfallinu 2008 úr sögunni.

2. nóvember 2021

Fjártækni og seðlabankar

Hraðfara tækniþróun í fjármálaþjónustu undanfarið hefur getið af sér hugtakið fjártækni (e. FinTech). Engin algild skilgreining er á hugtakinu en það er notað um hvers kyns tækninýsköpun í fjármálaþjónustu sem getur leitt til nýrra viðskiptalíkana, hugbúnaðar, ferla eða vara í greiðsluþjónustu og haft áhrif á fjármálamarkaði og stofnanir og á það hvernig fjármálaþjónusta er veitt. Myntslátta og útgáfa seðla eru dæmi um fyrri tíma fjártækniafurðir en nær í tíma eru útgáfa greiðslukorta og innleiðing hraðbanka. Á tíunda áratug síðustu aldar olli netið byltingu í fjártækni, fyrst með netbönkum og síðar með flóru smáforrita sem nota má til að greiða með. Seðlabankar fylgjast grannt þeirri hröðu þróun sem á sér stað á þessu sviði og leitast við að glöggva sig á tækifærum sem í fjártækni geta falist en einnig áhættu sem henni kunna að fylgja.

26. október 2021

Gjaldmiðillinn sem kom inn úr kuldanum: fjármagnshöft og upplýsingagildi gjaldeyrisviðskipta

Rannsóknum á uppbyggingu gjaldeyrismarkaða og hvernig viðskipti eiga sér stað á markaði hefur fjölgað undanfarin ár og þær hafa dýpkað skilning á því hvernig gengi gjaldmiðla ákvarðast og hvernig upplýsingar miðlast um markaðinn.

19. október 2021

Lífeyrissjóðir - Nokkur orð um kostnað og ávöxtun

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er stórt með tilliti til flestra efnahagslegra þátta. Lífeyrissparnaður hérlendis um þessar mundir er 6.300 ma.kr. og árleg fjárfestingarþörf sjóðanna um 400 ma.kr. Fjármagn lífeyrissjóðanna leitar því víða innanlands og erlendis. Sjóðirnir eru helsta uppspretta ellilífeyris og mikilvægi þeirra mun aukast enn frekar á næstu árum samhliða vaxandi lífeyrissparnaði.

12. október 2021

Kerfisáhætta fer vaxandi

Seðlabanki Íslands gaf fyrir skömmu út ritið Fjármálastöðugleiki 2021/2. Ritið kemur út tvisvar á ári. Því er meðal annars ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um styrk- og veikleika fjármálakerfisins og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Samandregna niðurstöðu ritsins má sjá á mynd 1. Í ritinu kemur fram að Seðlabankinn varar við því að hætta sé á að hratt hækkandi eignaverð samhliða auknum skuldavexti heimila geti falið í sér vaxandi kerfisáhættu. Mat bankans er einnig að staða stóru viðskiptabankanna þriggja sé mjög sterk og viðnámsþróttur þeirra mikill.

4. október 2021

Nýleg þjóðhagsspá og nýjar þjóðhagsreikningatölur

Seðlabanki Íslands birti nýja þjóðhagsspá hinn 26. ágúst síðastliðinn, tæpri viku áður en Hagstofan birti fyrstu bráðabirgðatölur um þjóðhagsreikninga á öðrum ársfjórðungi ásamt endurskoðun eldri talna.

4. október 2021

Hvernig virka nýjar reglur um hámarks greiðslubyrði fasteignalána?

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur sett reglur um hámark greiðslubyrðar nýrra fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Markmið nefndarinnar með þessari ákvörðun er að varðveita fjármálastöðugleika, treysta viðnámsþrótt lánveitenda og neytenda gagnvart ójafnvægi á húsnæðismarkaði og draga úr kerfisáhættu til lengri tíma litið. Mikilvægt er að hafa í huga að þessar takmarkanir eiga bara við bara þegar nýtt fasteignalán er tekið en hafa engin áhrif eftir að lán hefur verið tekið t.d. ef tekjur neytenda lækka eða greiðslubyrði eykst eftir að lán hefur verið tekið.

1. október 2021

Kalkofninn – ný vefútgáfa Seðlabanka Íslands hefur göngu sína

Í dag hefur Kalkofninn, ný vefútgáfa Seðlabankans, göngu sína. Í Kalkofninum birtast greinar eftir stjórnendur og starfsfólk Seðlabankans.

28. september 2021

Sviðsmyndagreiningar vegna loftslagsáhættu

Loftslagsbreytingar og aðgerðir til að bregðast við þeim munu hafa veruleg áhrif á hag- og fjármálakerfið á næstu árum. Á næsta ári hyggst Seðlabanki Íslands gera sviðsmyndagreiningu til að skoða möguleg áhrif lofslagsáhættu á innlent fjármálakerfi. Fjármálakerfið verður ekki aðeins fyrir margvíslegum óæskilegum áhrifum af loftslagsbreytingum heldur geta fyrirtæki á fjármálamarkaði orðið hluti af lausninni með því að fjármagna verkefni sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Þessi grein fjallar um leiðir til að meta þróun loftslagsáhættu og áskoranir sem stjórnvöld um allan heim standa frammi fyrir við mat á raunhæfum forsendum.

28. september 2021

Kalkofninum fylgt úr hlaði

Í dag ræsum við Kalkofninn, nýjan vettvang fyrir stuttar og aðgengilegar greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands.

28. september 2021