Meginmál

Efnahagsmál

Sjá allt

Efnahagsmál lýsa því meðal annars hvernig við notum vinnuafl okkar og ýmsar auðlindir til þess að framleiða vörur og þjónustu.

Hið opinbera hefur áhrif á gang efnahagsmála eftir tveimur meginleiðum. Annars vegar í gegnum ríkisfjármál og lagasetningu Alþingis og hins vegar hefur ríkisvaldið útvistað því til Seðlabankans að sinna tilteknum þáttum peninga- og fjármála.

Fjármál ríkisins fjalla að stórum hluta um það hvernig ríkið fær tekjur af sköttum sem lagðir eru á laun fólks, ýmsa framleiðslu og fleira og síðan hvernig þeim tekjum sem ríkið fær með þeim og öðrum hætti, svo sem lánum, er ráðstafað, í útgjöld fyrir ýmis velferðarmál, öryggismál og framkvæmdir á vegum hins opinbera.

Verðbólga

Sjá allt

Verðbólgu má skilgreina sem stöðuga hækkun verðlags yfir ákveðinn tíma. Þegar talað er um verðlag er átt við meðalverð vöru og þjónustu á markaði, verð á eins konar neyslukörfu sem Hagstofa Íslands skilgreinir fyrir heimili, ekki verð á einstakri vöru eða tegund þjónustu.

Draugar hafa fylgt okkur Íslendingum frá örófi alda. Trúin á þá er enn talsverð. Margir sjá því oft glytta í verðbólgudrauginn.

Það er passlegt. Of lítilli verðbólgu getur fylgt atvinnuleysi og of mikilli verðbólgu kostnaður, sveiflur og óvissa.

Meginvextir (stundum kallaðir stýrivextir) Seðlabankans eru þeir vextir í viðskiptum við lánastofnanir sem ráða mestu um framvindu skammtímavaxta á markaði og þar með aðhaldsstigi peningastefnunnar.

Hærri vextir Seðlabankans leiða almennt til aukins sparnaðar, minni lántöku, minni neyslu og fjárfestingar og þar með til minni eftirspurnar eftir vöru og þjónustu sem ætti að leiða til minni verðbólgu en ella.

Vextir heita ýmsum nöfnum allt eftir því við hvað þeir eru miðaðir. Allt eru þeir samt verð á peningum, þ.e. það verð sem greitt er fyrir afnot af peningum í tiltekinn tíma.

Peningar og gull

Sjá allt

Gull hefur lengi verið hluti af gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Peningar eru það sem allir taka við sem greiðslu fyrir vöru eða þjónustu, svo sem þegar fólk kaupir sér föt eða mat.

Það fer eftir eftirspurninni í samfélaginu (en fólk þarf að eiga fyrir þeim!).

Greiðslumiðlun

Sjá allt

Greiðslumiðlun er miðlun á greiðslu fyrir kaup eða sölu á vöru eða þjónustu, eða álíka fjármálatilfærsla.

Með greiðslukortum og millifærslum, t.d. í heimabanka, er hægt að senda greiðslur vegna viðskipta þannig að þær færist nær samstundis eða að ákveðnum tíma liðnum milli reikninga þeirra sem í viðskiptum eiga.

Seðlabankinn selur einstaklingum og fyrirtækjum ekki gjaldeyri - og stundum verður maður að fara með gamla erlenda seðla í útgáfulandið til að fá þeim skipt.

Gengi og gjaldeyrismarkaður

Sjá allt

Gjaldeyrismarkaður er alþjóðlegur vettvangur þar sem gjaldmiðlar ganga kaupum og sölu. Hlutverk gjaldeyrismarkaða er að auðvelda og stýra miðlun gjaldeyris milli þeirra sem vilja kaupa og selja gjaldeyri. Gengi einstakra gjaldmiðla ræðst í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði.

Markmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi.

Það er víða, bæði á vef Seðlabankans, hjá öðrum seðlabönkum og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.

Fjármálastöðugleiki

Sjá allt

Í fjármálastöðugleika er fjármagn tryggt og fjármálakerfið miðlar lánsfé og greiðslum með viðhlítandi hætti.

Bankar og sparisjóðir gegna lykilhlutverki í hverju samfélagi. Þeir miðla fjármunum frá þeim sem spara peninga til þeirra sem vilja taka lán, hvort sem er til að fjárfesta í húsnæði, kaupa bíl eða stofna fyrirtæki.

Tilgangur reglnanna er að varðveita fjármálastöðugleika og efla meðal annars styrk lánveitenda og lántakenda til að takast á við sveiflur og áföll í hagkerfinu.

Fjármálaeftirlit

Sjá allt

Fjármálaeftirlit er eftirlit með fjármálastarfsemi til að stuðla að skilvirkni og öryggi og draga úr líkum á tjóni.

Eftirlitsskyldur aðili er fyrirtæki eða stofnun sem hefur fengið útgefið starfsleyfi.

Fjármálaeftirlitsnefnd tekur ýmsar ákvarðanir  og setur stefnu um beitingu stjórnsýsluviðurlaga og þvingunarúrræða og skal veita umsögn um stefnumarkandi áherslur í fjármálaeftirliti.

Önnur viðfangsefni Seðlabankans

Sjá allt

Ríkisvaldið hefur víða ákveðið með lögum að tilteknar stofnanir sjái um ákveðin og afmörkuð verkefni og hafi jafnframt sjálfstæði til að sinna þeim. Þetta þykir heppilegra fyrirkomulag en að t.d. stjórnmálamenn taki ákvarðanir fyrir þessar stofnanir.

Áhætta tengd umhverfismálum, s.s. loftslagsmálum, tengist með beinum hætti helstu markmiðum bankans um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og traust og öruggt fjármálakerfi.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans er erlendar eignir bankans í erlendum gjaldmiðlum, þ.e. innstæður í erlendum bönkum, skuldabréfaeign, eignir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, gulli og aðrar erlendar eignir.